fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Erdogan þvertekur fyrir Svíþjóð og Finnland í NATO – Með horn í síðu Norðurlandanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hefur lýst því afdráttarlaust yfir að Tyrklandi muni ekki samþykkja umsóknir Finna og Svía um aðild að NATO og ber fyrir sig þjóðaröryggi Tyrklands. Erdogan hefur lengið pirrað sig á Norðurlöndunum og sér nú leik á borði.

Fyrir helgi sagðist stjórn Finnlands vilja sækja um aðild og eftir heitar umræður á sænka þinginu lýstu Svíar yfir hinu sama í gær.  sagðist fyrir helgi vilja sækja um aðild að NATO og sænski Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir sænsku ríkisstjórnina, sagði slíkt hið sama í gær. Magdalena Andersson sagði Svíþjóð vera að fara að feta nýja braut, aðild að NATO væri nauðsynleg þjóðaröryggi. Hún viðurkennir að Svíþjóð sé í viðkvæmri stöðu á meðan að beiðnin er í vinnslu en tók fram að ekki væri um að ræða beina hernaðarógn af hendi Rússa. Finnland er í nákvæmlega sömu stöðu og Svíþjóð en Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland hafa heitið stuðningi við löndin verði á þau ráðist á meðan beðið er eftir að aðildin gangi í gegn.

Vilja í skjól NATO

Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Noregs, Danmerkur og Íslands segir meðal annars: „Á­kvörðun Finn­lands og Sví­þjóðar um að sækja um aðild að banda­laginu byggist á full­veldis­rétti ríkjanna til að á­kveða fyrir­komu­lag eigin öryggis­mála. Finn­land og Sví­þjóð eiga rétt á því að fylgja aðildar­ferli sínu eftir án nokkurra til­rauna til utan­að­komandi af­skipta,“ segir í yfir­lýsingu ráð­herranna þriggja og að bæði löndin deili grund­vallar­gildum At­lants­hafs­banda­lagsins og muni efla sam­eigin­legar varnir og öryggi á Evró-At­lants­hafs­svæðinu.“

Svíþjóð og Finnland hafa í gegnum tíðina kosið að halda sig utan við NATO til að viðhalda valdajafnvægi í Eystrarsaltshafinu og ögra ekki Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur hins vegar gjörbreytt ástandinu og vilja löndin komast í skjól NATO.

 Það gæti þó orðið bið á því eftir að Erdogan þvertók fyrir samþykki Tyrklands og ber fyrir sig þjóðaröryggi. Reglur NATO kveða á um að öll ríki bandalagsins verði að vera einhuga og getur því neitun Tyrkja komið í veg fyrir aðild Svíþjóðar og Finnlands sem hann kallar gróðrarstíu hryðjuverkamanna.

Djúp andúð á Norðurlöndum

Andúð Erdogan á Norðurlöndunum er ekki ný en hana má rekja til stuðnings landanna við Kúrda en einnig sakar hann Norðurlönd um að veita fylgismönnum útlæga klerksins Fethullah Gulen, skjól. Erdogan sakar Gulen og fylgismenn hans um að standa að baki valdaránstilraun árið 2016.

Kúrdar eru um 30-35 milljónir og eru þar með stærsta ríkislausa þjóðarbrot heims. Kúrdar hafa stuðning Svíþjóð og Noregs og hafa hleypt til sín fjölda kúrdískra flóttamanna og leyfa þeim að stunda þar stjórnmálastarf.

Það getur Erdogen ekki fyrirgefið en stjórn hans lítur á hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda sem hryðjuverkasamtök sem hann segir nú hafa skotið rótum inni á þjóðþingum landanna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Erdogan lýsir yfir andúð á stefnu Svíþjóðar og Finnlands en Svíar stoppuðu til að mynda vopnaflutninga til Tyrklands árið 2019 auk þess að styðja opinberlega við Kúrda í Sýrlandi, meðal annars með fjármagni.

Kosningar fara fram í Tyrklandi á næsta ári en óvíst er um næstu skref og hefur Erdogen sagt vestræna sendimenn sem reyni að tala máli Svíþjóðar og Finnlands ekki velkomna til Tyrklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks