fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Fundu kött sem hafði verið týndur í 2 ár en eigandinn vildi hann ekki – Sandra ósátt og vill sjá alvöru afleiðingar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. maí 2022 13:08

Til vinstri: Sandra Ósk Jóhannsdóttir/Mynd: Aðsend - Til hægri: Kötturinn sem fannst/Mynd: Villikettir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki annað en verið reið núna,“ segir í upphafi færslu sem Dýraverndunarfélagið Villikettir birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Í gær fékk félagið tilkynningu um að köttur væri slasaður, hann væri mikið bólginn í andliti og haltur, greinileg hjálparþurfi.

Sjálfboðaliði á vegum Villikatta fór, skannaði köttinn og náði sambandi við eiganda. Sá sem var skráður eigandi á örmerkinu hafði látið köttinn frá sér fyrir nokkrum árum en núverandi eigandi hafði týnt honum fyrir 2 árum. Í tvö ár hefur hann því búið á götunni með hjálp fólks í hverfinu.

Villikettir höfðu upp á núverandi eiganda og tilkynntu honum fréttirnar, að kötturinn hans væri fundinn og að hann þyrfti læknisaðstoð. Það sem kom á óvart er að eigandinn vildi ekkert með köttinn sinn hafa. „Þá hafði hún engan áhuga og vildi ekki fá hann aftur,“ segir í færslunni.

„Hann var bara rétt um 3 ára þegar hann þurfti að fara að bjarga sér sjálfur. Helst vil ég trúa því að flest allir sem fá sér gæludýr geri sér grein fyrir ábyrgðinni og kostnaðinum fylgir og við skulum ekki gleyma að kettir verða 15 til 20 ára gamlir.“

Vill háar sektir og bannlista

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, vakti athygli á færslu Villikatta á Twitter-síðu sinni. „Að fólk skuli gera málleysingjum þetta,“ segir Sandra sem vill sjá alvöru afleiðingar fyrir fólk sem gerir svona. „Ég vil sjá feitar sektir fyrir svona vanrækslu, ekki bara sviptingu á eignarhaldi. Það verða að vera einhverjar raunverulegar afleiðingar fyrir svona fólk.“

DV ræddi við Söndru um málið en hún segir þetta ekki vera einsdæmi. „Þetta eru ótrúlega leiðinleg mál sem koma upp, þegar það er augljóst að dýr þarf hjálp en eigandinn tekur ekki ábyrgð á því. Þetta er ekki einsdæmi, maður hefur séð svona mál áður,“ segir hún.

„Því miður þá er þetta að gerast, það eru vergangskettir sem fólk hefur átt og svo þegar þeir finnast þá hafa aðstæður mögulega breyst og það vill ekki taka að sér dýrin sín. Það er auðvitað ekki í boði, auðvitað skilur maður að aðstæður breytast en það verður að taka ábyrgð á dýrinu og finna því þá nýtt heimili.“

Sandra ítrekar að það þurfi að vera afleiðingar fyrir fólk sem tekur ekki ábyrgð á gæludýrunum sínum. „Það þyrftu að vera ákveðnar fjárhagslegar sektir því augljóslega er ekki nóg að svipta fólki eignarhaldi á dýri sem það vill nú þegar ekki – það eru engar afleiðingar fyrir það fólk,“ segir hún.

„Ég myndi vilja sjá háar sektir eins og er í mörgum öðrum löndum. Það þyrfti líka að vera listi, bara nafnalisti yfir fólk sem væri bara á bannlista til að fá dýr hjá Mast. Það þyrfti að vera einhver svona bannlisti sem samtök eins og Villikettir, Dýrahjálp Íslands, Kattholt og auðvitað Mast væri með. Það væri þá hægt að sporna við því að þetta fólk gæti fengið sér dýr aftur. Svo þyrfti í rauninni líka að vera ákveðið eftirlit með því hvort þetta fólk sé að fá sér dýr aftur því auðvitað geta óháðir aðilar selt því dýr.“

Að lokum segir hún að fjárhagslegt tap fyrir fólk sem tekur ekki ábyrgð á dýrunum sínum væri mögulega það eina sem gæti virkað almennilega. „Því eins og ég segi þá er það ekkert tap fyrir einstaklinga að missa eignarhald á dýri sem það vill ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum