fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. apríl 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bróðir minn er mikið fatlaður og býr við þroskaskerðingu. Það var ráðist á hann inni á bæjarskrifstofunni, þar sem hann hefur unnið í 43 ár, síðan hann var 16 ára,“ segir bróðir 59 ára gamals manns sem varð fyrir árás vinnufélaga inni í kaffistofunni í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík þann 7. apríl síðastliðinn. Í húsinu eru bæjarskrifstofur fyrir Norðurárþing og Orkuveita Húsavíkur.

Maður á sama aldri veittist að hinum fatlaða og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi í vitna viðurvist, af því honum mislíkaði það sem vinnufélagi hans sagði.

„Bróðir minn er mikið fatlaður en hann hefur unnið sem sendill og séð um kaffistofuna í áratugi. Fimmtudaginn 7. apríl situr hann þarna þegar þessi maður, sem er stór og mikill, kemur inn. Bróðir minn segir við hann í gríni að það séu gestakaffibollar þarna og segir: Taktu bara bolla, vinur. Rumurinn gjörsamlega sturlaðist og öskrin heyrðust yfir í næstu herbergi: Ef þú steinheldur ekki kaffi færðu kaffið yfir þig.“

Þegar hinn fatlaði ætlaði að útskýra að hann hefði bara verið að grínast skvetti maðurinn sjóðheitu kaffi yfir hann. Að sögn bróðurins tilkynnti stuðningsfulltrúi atvikið til lögreglu en síðan þá finnst honum eins og verið sé að þagga málið niður.

„Það hefur enginn haft samband við okkur í fjölskyldunni út af þessu,“ segir bróðurinn. Honum misbýður mjög að gerandinn í málinu sneri aftur til vinnu eftir 12 daga leyfi. Hins vegar var sáttafundur í málinu á bæjarskrifstofunum á föstudag og samkvæmt heimildum DV verður annar fundur á þriðjudag þar sem reynt verður að leysa málið. Ekki liggur fyrir í hverju sú lausn á að felast.

„Ég óttast að það eigi að leysa málið með því að láta bróður minn taka í höndina  á manninum,“ segir viðmælandi DV.

Bróðirinn segir að fjölskylda fatlaða mannsins hafi séð til þess að fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi verið bróður hans til fulltingis á fundinum á föstudag.

Málið hefur einnig komið til kasta félagsmálastjóra Norðurþings. DV reyndi að ná sambandi við bæjarstjórann, Kristján Þór Magnússon, og félagsmálastjórann Hróðnýju Lund vegna málsins, en það tókst ekki. Skrifleg fyrirspurn var þá send á bæði tvö.

Segja málið í réttum farvegi

DV náði sambandi við Benedikt Þór Jakobsson, rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur, en gerandinn í málinu er starfsmaður Orkuveitunnar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál að öðru leyti en því að það er í ferli og við erum að vanda okkur eins og við getum. Talsmaður þolanda og allir aðilar málsins eru teknir að borðinu,“ segir Benedikt.

Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, hafði samband við DV vegna málsins og sagði það vera í góðum farvegi. Annar fundur væri boðaður á þriðjudag og þá yrði málið leyst. Sagði hann að fjölmiðlaumfjöllun um málið gæti skaðað framgang þess og væri ekki í þágu þolandans. Í sama streng tók þroskaþjálfi sem hefur verið skipuð talsmaður þolandans.

Þessu er fjölskylda þolandans mjög ósammála og vill að greint sé frá málinu. „Þetta fólk á ekki bróður minn. Hann á fjölskyldu,“ segir bróðir mannsins með þungri áherslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað