fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Árnastofnun losar sig við prófessor sem sakaður er um áreitni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2022 18:30

Matthew Driscoll. Mynd:Nigel McDowell/Ulster University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árnastofnun hefur komist að samkomulagi við Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab í Danmörku um að prófessorinnMatthew Driscoll sinni ekki verkefnum sem snerta samstarf stofnananna. Fjöldi nemenda hefur sakað Driscoll um kynferðislega áreitni.

RÚV greinir frá þessu en DV hefur áður greint frá kvörtunum vegna framferðis prófessorsins. Þann 1. mars var greint frá því að 12 manns hafa lagt fram kvörtun hjá Kaupmannahafnarháskóla vegna Matthew Driscoll prófessors við skólann. Hann er prófessor við deild Norrænna rannsókna og málvísinda. Hann er sakaður um einelti og ósæmilega hegðun. Meðal annars er hann sagður hafa ítrekað tjáð sig um brjóst kvenna og vaxtarlag þeirra.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra sem hafa kvartað undan Driscoll sé Jóhanna Katrín Friðriksdóttir fyrrum doktorsnemi við Oxfordháskóla. Í kvörtun hennar, sem DR hefur undir höndum, kemur fram að á tveggja ára tímabili hafi hún orðið fyrir áreitni af hálfu Driscoll, meðal annars á alþjóðlegum ráðstefnum og í sumarskóla sem prófessorinn var meðskipuleggjandi að. Jóhanna sagði í samtali við DR að Driscoll hafi viðhaft ummæli um brjóst hennar, fótleggi og rass. Hún kvartaði ekki þegar þetta átti sér stað en gerði það 2019 þegar margir sendu sameiginlega kvörtun.

DR hefur rætt við flesta þeirra sem hafa kvartað og aðra sem tengjast málinu. Margir vilja ekki koma fram undir nafni Jóhanna vildi það og einnig Charlotte Frantzdatter sem var nemandi við Kaupmannahafnarháskóla. Í kvörtun hennar kemur fram að Driscoll hafi hafi talað um hana sem „Charlotte með stóru brjóstin“ og að þetta hafi haft svo mikil áhrif á hana að hún neyddist til að skipta um leiðbeinanda þegar hún var að skrifa lokaritgerð sína.

DR segir að háskólinn hafi aðeins haft samband við fáa af þeim sem hafa kvartað og gagnrýna þolendurnir viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, skólans.

DR ræddi við Driscoll sem vildi ekki veita viðtal en svaraði skriflega og óskaði eftir að koma fram undir nafni.

Hann er prófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla og málvísindadeild skólans. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um einstök mál því þau séu orðin margra ára gömul og hafi hlotið viðeigandi afgreiðslu. Hann sagðist ekki kannast við þá mynd sem sé dregin upp af samskiptum hans við nemendur og samstarfsfólk en finnist leitt ef þetta hafi verið upplifun þeirra og geti aðeins sagt að hann hafi ekki haft í hyggju að skaða neinn.

Hann sagðist hafa orðið meðvitaðri um orðanotkun sína síðustu árin, sérstaklega eftir að kvörtunin barst 2019, og húmor og að staða hans sem prófessors geti gert að verkum að ákveðið valdaójafnvægi myndist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað