fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Nýjasta útspil hakkaranna virkjar venjulegt fólk til þátttöku – „Þetta kraftaverk getur átt sér stað aftur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakkarahópurinn og aktívistarnir sem kenna sig við Anonymous eru í yfirlýstu stríði geng forseta Rússlands, Vladimír Pútín, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hefur hópurinn nú ítrekað sent skilaboð til Pútíns þar sem hann er varaður við því að hópurinn sé óstöðvandi, fyrirgefi ekki og gleymi aldrei.

Hafa hakkarar undanfarnar tvær vikur staðið í ströngu við að ráðast gegn rússneskum innviðum, fjölmiðlum, útvarpi og fleira og fleira. Meðal þeirra aðgerða sem hópurinn hefur lýst ábyrgð á er að taka niður vefsíður í Rússlandi, taka yfir sjónvarps- og útvarpsútsendingar, taka yfir öryggismyndavélar, ráðast inn á gagnagrunna og stela þaðan gögnum og áfram mætti lengi telja.

Meðal þeirra markmiða sem hópurinn hefur er að koma upplýsingum til almennra borgara í Rússlandi um hvað sé í raun og veru að gerast í Úkraínu, en eins og oft hefur áður verið fjallað um ríkir nú mikil ritskoðun í Rússlandi og mega fjölmiðlar þar í landi til að mynda ekki tala um stríð og ekki byggja fréttaflutning á öðrum upplýsingum en þeim sem koma frá stjórnvöldum.

Senda skilaboð á Rússa af handahófi

Hakkarahópur sem kallar sig Squad303 og starfar undir merkjum Anonymous hefur nú komið af stað verkefni þar sem hinn almenni borgari getur tekið þátt í stafræna stríðinu gegn Pútín. Er það gert með því að fara inn á þar til gerðar vefsíðu þar sem gefin eru upp handahófskennd rússnesk símanúmer og er fólk hvatt til að senda skilaboð á númerið með upplýsingum sem Rússar fá ekki frá fjölmiðlum og stjórnvöldum.

„Við, fólkið í heiminum, erum með skilaboð til rússnesku þjóðarinnar. Þjóð sem nú þarf að gjalda skammarlegar ákvarðanir einræðisherrans Pútíns, að ráðast á sjálfstæða Úkraínu með hervaldi, háu verði,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að þær aðgerðir sem önnur ríki heimsins hafa gripið til sem svar við innrásinni, aðgerðir á borð við efnahagsþvinganir, eigi eftir að leiða til þess að Rússland muni falla.

„Engu að síður eru 150 milljónir Rússa sem vita ekki sannleikann um ástæðu eða framgang stríðsins í Úkraínu. Þeir fá ekkert nema lygar og áróður frá stjórnvöldum. Það er engin frjáls fjölmiðlun í Rússlandi og internetið er ritskoðað.“

Hins vegar geti nú hver og einn komið beinum skilaboðum til íbúa Rússlands. Með númerunum sem Squad303 hefur deilt sé hægt að senda skilaboð beint til Rússa af handahófsvali og segja þeim sannleikann.

Í gær bætti Squad303 svo við möguleikanum að senda líka tölvupóst til Rússa af handahófsvali.

Rússlands aðgerðin

Anonymous og Squad303 hafa gefið upp að rúmlega 5 milljónir textaskilaboða hafi verið send til þessa.

Squad303 hafa einnig birt skilaboð um hakkarastríðið sem gengur undir nafninu „Rússlands aðgerðin“ eða OpRussia.

„Við erum Squad303. Við erum hópur nafnlausra einstaklinga. Þið mynduð ekki taka eftir okkur í verslunum, úti á götu eða í lestum. Þið hafið spurt margra spurninga og við höfum ákveðið að svara þeim,“ segir í ávarpinu.

Þar segir einnig að hökkurum hafi tekist mikið þrekvirki í stafræna stríðinu, en að baki þeim árásum standi einstaklingar víðsvegar af úr heiminum sem eigi það sameiginlegt að fordæma aðgerðir Rússa og að vilja verja Úkraínu.  „Rússlands aðgerðin“ er ekki bara háð af hökkurum heldur einnig af forriturum sem vilja hjálpa með sínum hætti. Þetta er stærsta og skilvirkasta stafræna aðgerðin í sögu heimsins!“

Í ávarpinu segir ennfremur að nú geti fólk sem vill taka þátt í þessari aðgerð lagt sitt af mörkum með því að senda skilaboð á rússneska borgara og segja þeim sannleikann.

„Úkraínumenn eru að berjast með alvöru skotvopnum. Við getum í það minnsta notað snjallsímana okkar. Árið 1920 réðust Rússar á Evrópu. Stórt herlið Rússa hélt til Berlínar, Parísar og Madrídar.  Fyrsta landið sem þeir héldu til var Pólland sem hafði endurheimt sjálfstæði sitt tveimur árum fyrr. Enginn trúði því að Pólverjar gætu stöðvað Rússana. Hins vegar, í ágúst 1920, átti kraftaverk sér stað á Vistula-ánni. Rússarnir voru sigraðir. Á hverjum degi sanna borgararnir í Úkraínu að þetta kraftaverk getur átt sér stað aftur. Hjálpum þeim!“

Anonymous hakkarar hafa einnig greint frá því undanfarna daga að þeir sæti árásum rússneska hakkara og hakkara sem styðja innrásina. Hafa þeir kallað þá viðleitni „krúttlega“.

Ljóst er að nú á sér stað stríð í stafræna heiminum. Áætlað er að um 89% af tölvuárásum í heiminum undanfarna daga beinist að annað hvort Rússlandi eða Úkraínu. Mikið af þeim er með svonefndum DDoS árásum. Samkvæmt Digit news voru 5 milljarða árása gerðar á Rússland bara þann 5. mars síðast liðinn.

Sú óstaðfesta saga hefur gengið undanfarna viku að Rússland undirbúi að aftengja landið frá hinu hefðbundna Interneti til að sporna við því að rússneskir borgarar komist í erlendar fréttir af stríðinu, en Rússar kalla þær fréttir áróður.

Talið er að útspil Squad303 – að beina sjónum sínum að símanúmerum og tölvupóstföngum – muni gera þá aðgerð tilgangslausa.  Anonymous hafa bent á að þó að Rússar hafi reynt að svara fyrir sig með því að siga sínum eigin hökkurum á samtökin þá sé það ómögulegt þar sem samtökin hafi enga miðstýringu, engan leiðtoga og því ekki hægt að beina árás á samtökin í heild sinni.

Squad303 birtu í dag kort sem sýnir hvaðan árásir á hýsingu þeirra seinasta sólarhringinn hafa komið. Með kortinu skrifa þeir til Úkraínu „Þið eruð óstöðvandi. Sannleikurinn er óstöðvandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut