fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Fréttir næturinnar frá Úkraínu – Telja að 6.000 Rússar hafi fallið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 03:53

Eyðileggingin er mikil í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar og síðan hafa hörð átök geisað víða um landið. Sókn Rússa hefur ekki gengið samkvæmt áætlun því úkraínskar varnarsveitir veita harða mótspyrnu og einnig virðast þeir hafa átt við vana að etja í birgðaflutningum.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar og verða nýjar fréttir settar inn um leið og þær berast.

Uppfært klukkan 07.30 – Utanríkisráðherrar Úkraínu og Rússlands eru komnir til Antalya í Tyrklandi þar sem þeir munu funda í dag og reyna að semja um frið.

Uppfært klukkan 07.07 – Úkraínski sendiherrann í Danmörku sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að 100 Danir hafi haldið til Úkraínu til að berjast gegn Rússum. Fjöldi útlendinga hefur streymt til landsins til að leggja heimamönnum lið gegn rússneska innrásarliðinu.

Uppfært klukkan 06.43 – Netverslunin Amazon er hætt að selja og senda vörur til Rússlands og Hvíta-Rússlands.

Uppfært klukkan 06.14 – Breska varnarmálaráðuneytið segir að 64 km löng rússnesk herflutningalest, sem er nærri Kyiv, hafi ekki hreyfst mikið síðustu vikuna en hafi orðið fyrir miklu tjóni af hálfu Úkraínumanna.

Uppfært klukkan 05.41 – Borgaryfirvöld í Vilnius, höfuðborg Litháens, hafa gefið götunni sem rússneska sendiráðið í borginni stendur við nýtt nafn. Hún heitir nú Gata úkraínsku hetjanna.

Uppfært klukkan 05.15 – Flóttamannastofnun SÞ segir að rúmlegar tvær milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land.

Uppfært klukkan 04.50 – Twitter hefur opnað útgáfu af miðlinum á hinu svokallaða Djúpneti. Það gerir rússneskum yfirvöldum erfiðara fyrir að ritskoða og hafa uppi á þeim Rússum sem nota miðilinn.

Uppfært klukkan 04.20 – Enn bætist á listann yfir þau erlendu fyrirtæki sem hafa hætt starfsemi í Rússlandi. Þar má nefna Carlsberg, Ferrari, Sony og Nintendo.

Uppfært klukkan 04.00 – Breska varnarmálaráðuneytið segir í nýrri stöðuskýrslu að líklega sé verið að senda rússneska málaliða til Úkraínu til að berjast gegn úkraínsku varnarsveitunum. Þetta séu reyndir málaliðar frá rússneskum einkafyrirtækjum sem hafi tengsl við rússnesk stjórnvöld.

Uppfært klukkan 03.55 – Heimildarmenn innan bandaríska stjórnkerfisins telja að Rússar hafi nú misst á milli 5.000 og 6.000 hermenn. Þeir telja að á milli 15.000 og 18.000 rússneskir hermenn hafi særst. CBS News skýrir frá þessu.

Uppfært klukkan 03:53 – Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að 35.000 almennir borgarar, hið minnsta, hafi verið fluttir frá Sumy, Enerhodar og svæðum nærri Kyiv í gær.

Uppfært klukkan 03.52 – Yfirvöld í Maríupol segja að tæplega 1.200 manns hafi fallið í borginni fram að þessu. Í gær var fjöldi fólks settur í fjöldagrafir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki