fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

„Þetta verður stórt vandamál fyrir Rússland“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 06:43

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynnti Joe Biden, Bandaríkjaforseti, um bann við innflutningi á rússneskri olíu og olíuvörum til Bandaríkjanna.  Bretland og ESB tilkynntu í gær að dregið verið úr notkun rússneskra orkugjafa og ætlar ESB til dæmis að draga úr kaupum á gasi frá Rússlandi um 2/3 hluta fyrir áramót. Þetta mun koma mjög illa við rússneskt efnahagslíf og gera Pútín erfitt fyrir með að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Þetta sagði Fellming Splidsboel Hansen, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Jótlandspóstinn.

Hann sagði að í heildina líti þetta ekki vel út fyrir Pútín. Nú verði Rússar að finna nýja kaupendur að olíu og gasi og það sé ekki eitthvað sem gerist bara á einni nóttu. Það sé ekki bara hægt að geyma þessa orkugjafa og síðan þurfi að leggja nýjar leiðslur til að geta beint olíu og gasi til annarra móttakenda. Til þess þurfi langtíma fjárfestingar. „Þetta verður stórt vandamál fyrir Rússland,“ sagði Hansen.

Þá er einnig spurning hvernig Pútín getur fjármagnað stríðsreksturinn nú þegar miklu minni tekjur koma inn vegna sölu á olíu og gasi. Sagði Hansen að þar safnist nú svört ský yfir höfði Pútín. „Ég held að Pútín muni verða fjárvana. Líkurnar á þjóðargjaldþroti, eins og við höfum séð í Argentínu og Grikklandi, eru kannski ekki svo miklar því skuldir ríkisins eru að mestu innlendar. Það þýðir að landið getur haldið áfram rekstri en líklega verður að prenta fleiri peningaseðla sem aftur veldur því að verðbólgan eykst mikið. Þegar ríkið skortir peninga getur það haft í för með sér að laun verði lækkuð, að sagt verði við almenning að nú fái hann aðeins laun í 10 eða 11 mánuði á ári í staðinn fyrir mánaðarlega. Í slíkri stöðu er hætta á að almenningur snúist gegn Pútín,“ sagði Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“