fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Atburðir næturinnar í Úkraínu – Hóta að loka fyrir gasstreymi til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 03:11

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er barist af hörku í Úkraínu þar sem úkraínska varnarliðið verst innrás rússneska hersins. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í valinn sem og mikill fjöldi hermanna.

Hér er yfirlit yfir helstu atburði næturinnar og verður fréttin uppfærð eftir því sem nýjar fréttir berast.

Uppfært klukkan 07.09 – Sir Chris Deverell, sem var yfirmaður bresku herstjórnarinnar árum saman, segir í færslu á Twitter að NATO þurfi hugsanlega að berjast gegn Rússum fyrr eða síðar. Umræðan um flugbann yfir Úkraínu hefur verið hávær en NATO hefur ekki viljað verða við óskum Úkraínu um að setja á flugbann yfir landinu. Deverell segist hafa verið sammála því að setja ekki á flugbann en hafi nú skipt um skoðun og segir að það geti reynst nauðsynlegt. Það sé þó aðeins rétt að setja flugbann á ef Vesturlönd séu um leið tilbúin til að senda landher til Úkraínu. Hann segir að Pútín muni væntanlega svara þessu með hótunum um að beita kjarnorkuvopnum en þær hótanir verði væntanlega innistæðulausar.

Uppfært klukkan 07.04 – Breska varnarmálaráðuneytið segir í yfirlýsingu að líklegt megi telja að Rússar muni nú bæta í ásakanir sínar um að Úkraínumenn séu að þróa kjarnorku- og efnavopn. Þetta sé gert til að reyna að réttlæta innrásina.

Uppfært klukkan 06.21 – Yfirstjórn úkraínska hersins segir að höfuðborgin Kyiv sé enn á valdi Úkraínumanna og það sama eigi við um borgina Tjernihiv. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirmaður hersins hafi sagt að rússneskir hermenn stundi rán og rupl í vaxandi mæli og virði alþjóðlegar reglur um stríðsrekstur að vettugi.

Uppfært klukkan 06.06 – Voldomyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, prýðir forsíðu The New Yorker þessa vikuna.

Uppfært klukkan 05.23 – SÞ segja að rúmlega 1,7 milljónir Úkraínumanna sé nú á flótta.

Uppfært klukkan 04.56 – Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, hefur undirritað forsetatilskipun um að allir úkraínskir hermenn sem eru við friðargæslu á vegum SÞ skuli koma heim nú þegar. Tilskipunin kveður einnig á um að allar sá úkraínski búnaður sem er notaður af friðargæsluliði SÞ verði sendur strax til Úkraínu.

Uppfært klukkan 04.29 – IBM hefur tilkynnt að fyrirtæki hætti öllum viðskiptum í Rússlandi. Áður höfðu Microsoft og Apple farið sömu leið.

Uppfært klukkan 04.04 – Alexander Novak, varaforsætisráðherra Rússlands, sagði í gærkvöldi að ef Bandaríkin og ESB gera alvöru úr hótunum sínum um að banna innflutning á rússneskri olíu séu Rússar reiðubúnir til að loka fyrir gasstreymið til Evrópu um Nord Stream 1 gasleiðsluna.

Uppfært klukkan 03.35 – Stríðið getur haft miklar afleiðingar fyrir fátækasta fólk heims því verð á matvælum getur hækkað mikið. Þetta sagði David Beasley, forstjóri WFP, í samtali við BBC í gær. Bæði Rússland og Úkraína eru stórútflytjendur á matvælum en þau standa undir um fjórðungi alls útflutnings á hveiti í heiminum og helmingi útflutnings á sólblómaolíu og fræjum.

Uppfært klukkan 03.34 – Dmytro Kulebe, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur staðfest að fyrirhugað sé að hann fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Tyrklandi á fimmtudaginn.

Uppfært klukkan 03.32 – Úkraínski herinn hefur birt daglegt stöðuyfirlit sitt. Í því kemur fram að baráttuandi rússnesku hermannanna sé lítill vegna mikils mannfalls og mikils tjóns á hertólum. Rússneskir hermenn eru einnig sagðir hafa yfirgefið sum svæði sem þeir höfðu á valdi sínu.

Uppfært klukkan 03.12 – Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að nokkrir háttsettir rússneskir herforingjar hafi verið felldir af úkraínska varnarliðinu í bardögum um Kharkiv. Hæstsetti herforinginn, sem var felldur, er Vitalij Gerasimov. Einnig eru margir háttsettir herforingjar sagðir hafa særst.

Uppfært klukkan 03.11 – Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Olaf Scholz, kannslari Þýskalands, ætla að ræða við Xi Jinping, forseta Kína, í dag um stríðið í Úkraínu. Þetta er að sögn BBC merki um aukinn þrýsting Evrópuríkja á Kínverja um að hafa aðkomu að lausn málsins.

Uppfært klukkan 03.11 – Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði á fundi öryggisráðsins í gær að heimurinn verði að búa sig undir langvarandi stríð í Úkraínu. Hún sagði augljóst að Pútín, Rússlandsforseti, sé reiðubúinn til að fórna mörg þúsund rússneskum hermönnum til að ná persónulegum markmiðum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki