fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Atburðir næturinnar í Úkraínu – Tölvuþrjótar sýndu myndir úr stríðinu á rússneskum sjónvarpsstöðvum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 05:05

Úkraínskur hermaður við skriðdrekann sinn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu geisar enn og ekki að sjá að friður sé í augsýn. Rússneskar hersveitir reyna að sækja fram en hafa ekki náð þeim árangri sem vænst var þar sem úkraínskar varnarsveitir verjast af mikilli hörku.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu atburði næturinnar og morgunsins og verða nýjar upplýsingar settar inn eftir því sem þær berast.

Uppfært klukkan 08.51 -Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórn ESB, segir að reikna megi með að fimm milljónir Úkraínumanna muni flýja land. ESB verði að undirbúa sig undir það og virkja allar bjargir til að aðstoða þau ríki sem taka við þessum flóttamönnum.

Uppfært klukkan 08.07 – Finnar undirbúa sig nú undir að geta tekið við særðum Úkraínumönnum. Verið er að undirbúa sjúkrahús landsins undir það. YLE skýrir frá þessu.

Uppfært klukkan 08.05 – Netflix hefur lokað fyrir streymi sitt í Rússlandi. Í síðustu viku tilkynnti fyrirtækið að það myndi hætta öllu samstarfi og fyrirhuguðum verkefnum í Rússlandi og með rússneskum aðilum.

Uppfært klukkan 07.21 – Í dag verður reynt að flytja óbreytta borgarar frá nokkrum rússneskum borgum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að fólkið verði flutt til Hvíta-Rússlands eða Rússlands. Frá Kyiv verður fólk flutt til Hvíta-Rússlands og frá Mariuopol og Sumy til annarra úkraínskra borga og þaðan til Rússlands ef fólk vill.

Uppfært klukkan 06.22 – Suður-Kórea hefur slitið öllum viðskiptum við rússneska seðlabankann að sögn suðurkóreska utanríkisráðuneytisins.

Uppfært klukkan 05.56 – BBC segir að samkvæmt færslu úkraínska hersins á Facebook þá hafi hann náð bænum Tjuhuiv aftur á sitt vald í gærkvöldi. Segir að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli í bardögum um bæinn en þar búa um 31.000 manns. Úkraínumenn segja einnig að tveir háttsettir rússneskir herforingjar hafi fallið í bardögunum um bæinn. Tjuhuiv er í um 37 km fjarlægð frá Kharkiv.

Uppfært klukkan 05.25 – Rússar segjast ætla að gera hlé á árásum á nokkrar úkraínskar borgir klukkan 7 að íslenskum tíma til að hægt sé að flytja óbreytta borgara á brott. Það sama hefur verið reynt síðustu tvo daga en brottflutningurinn mistókst þar sem skothríð hófst nær strax á nýjan leik.

Uppfært klukkan 05.24 – BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá nokkrum rússneskum mannréttindasamtökum hafi John Burdin, prestur, verið handtekinn í bær fyrir að prédika gegn stríðinu í Úkraínu. Hann verður færður fyrir dómara í dag.

Uppfært klukkan 05.22 – Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í morgun að Kínverjar verði standa við eigin yfirlýsingar um að þeir séu talsmenn friðar og taka þátt í tilraunum til að binda enda á hernað Rússa í Úkraínu og einangra þá á alþjóðavettvangi. Hann sagði jafnframt að ef stríðið í Úkraínu verði ekki stöðvað sé hætt við að alræðisöfl nái tökum á heiminum.

Rússneskar hersveitir hafa látið stórskotaliðshríð rigna yfir fjölda bæja og borga í nótt, þar á meðal íbúðahverfi og byggingar sem tengjast hernaði ekki neitt.

Úkraínsk stjórnvöld hafa stöðvað útflutning á mörgum tegund matvara af ótta við að matvælaskortur sé yfirvofandi í landinu.

Í nýjustu stöðuskýrslu breskra leyniþjónustustofnana segir að Rússar hafi ekki komist mikið áleiðis „á landi“ í Úkraínu um helgina. Úkraínskir herforingjar segja þó að rússneskar hersveitir séu að endurskipuleggja sig og undirbúa stórárás á Kyiv.

Tólf rússneskir diplómatar yfirgáfu Bandaríkin í gærkvöldi. Þeir störfuðu allir í sendiráðinu í New York en bandarísk yfirvöld ráku þá úr landi og sögðu þá hafa stundað njósnir og annað sem tengist störfum diplómata ekki neitt.

Anonymous, hópur tölvuþrjóta, segist hafa brotist inn í kerfi rússnesku streymisveitnanna Wing og Ivi auk kerfa sjónvarpsstöðvanna Russia 24, Channel One og Moscow 24 og hafa sýnt myndir frá stríðinu í beinni útsendingu. Rússar hafa almennt ekki aðgang að myndefni frá stríðinu eða fréttum af gangi máli vegna strangrar ritskoðunar yfirvalda.

Rússar eru sagðir vera að ráða vígamenn, sem hafa barist í stríðinu í Sýrlandi, til starfa en þeir hafa reynslu af stríðsátökum í borgum. The Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum embættismönnum.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sakar Vesturlönd um að gera ekki nóg til að refsa Rússlandi. Þetta sagði hann í ávarpi til þjóðar sinnar í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki