fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Kári tjáir sig um átökin í SÁÁ og dómstól götunnar – „Svona eftir á að hyggja skammast ég mín fyrir það töluvert mikið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. febrúar 2022 13:00

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson er í viðtal við Reyni Traustason í hlaðvarpi Mannlífs. Þar er komið víða við en í seinni hluta viðtalsins er fjallað um sprenginguna sem varð í SÁÁ í tengslum við umræðu á samfélagsmiðlum. Kári og samstarfskona hans, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sögðu sig þá úr stjórn SÁÁ og Þóra hætti við framboð til formannsembættis rétt fyrir aðalfund samtakanna, vegna söguburðar og meintrar rógsherferðar.

Kornið sem fyllti mælinn voru vangaveltur fyrrverandi formanns, Arnþór Jónssonar, um að Kári Stefánsson væri ónefndur vændiskaupandi sem aktivistinn Edda Falak hafði auglýst eftir upplýsingum um í opnum Facebook-hópi.

Átök innan SÁÁ eiga sér þó miklu lengri og flóknari sögu og í viðtalinu lýsir Kári yfir eftirsjá yfir að hafa ekki stutt betur við fyrrverandi formann samtakann, Þórarinn Tyrfingsson:

„Út af átökum í kringum SÁÁ á síðustu dögum þá vil ég leggja á það mikla áherslu að það eru fáir menn sem ég hef í kynnst í íslensku samfélagi sem ég hef dáðst að meira en Þórarinn Tyrfingsson. Mér finnst hann hafa unnið algjört þrekvirki í að byggja upp þessa starfsemi og mér finnst sorglegt að samskipti á milli fólks hafi endað á þennan hátt eins og þau gerðu. Ég að mörgu leyti hefði átt að hafa vit á því að vera ekki að taka þátt í þessu.“

Segir Kári það hafa verið mistök að sitja í stjórn SÁÁ.

„Þó að Þórarinn væri að ströggla þarna á tímabili, hann ákvað að hætta, fara á eftirlaun, það reyndist honum erfitt. Í stað þess að snúast gegn hefði ég átt að hjálpa honum. Svona eftir á að hyggja skammast ég mín fyrir það töluvert mikið,“ segir Kári.

Á Kári þó ekki við að hann hefði átt að hjálpa Þórarni til áframhaldandi áhrifa heldur til að takast á við starfslokin. Með því að hjálpa Þórarni við það hefði hann kannski getað hjálpað sjálfum sér við að takast á við þau starfsflok sem eru framundan hjá honum sjálfum á komandi árum, en Kári er orðinn 73 ára og er samt enn í fullu starfi hjá ÍE.

Hann segist sjá eftir því að hafa takið afstöðu gegn Þórarni á aðalfundi SÁÁ fyrir nokkrum árum.

Fólk verður að hafa rödd en það er örþunn lína

Reynir Traustason vék þá að þeirri samfélagsmiðlaumræðu um Kára sem varð í aðdraganda sprengingarinnar innan  SÁÁ þegar hann og Þóra sögðu af sér. „Það er dylgjað um þig með afar ósmekklegum hætti, verð ég að segja. Hvað er þetta eiginlega?“ spyr Reynir.

Kári segir: „Það voru mikil átök í sambandi við þetta. Við skulum bara vonast til að núna jafni þetta sig og menn finni leið til að reka SÁÁ og Vog á eðlilegan máta en ég er pínulítið hræddur um að þetta leiði til þess að ríkið taki yfir Vog.“

Reynir spurði þá Kára út í „dómstól götunnar“ og „hvíslið“ í samfélagsmiðlaumræðunni. Kári sagði:

„Að mörgu leyti er þetta mjög flókið. Fólk verður að hafa rödd og til dæmis þá held ég að Edda Falak hafi gefið konum sem áttu það skilið rödd til að tjá sig. Hún hefur gert það að mörgu leyti af miklum myndarskap. En síðan er það þessi örþunna lína sem er dálítið hættuleg og það er svo miklu hættulegra en það var vegna þess að dómstóll götunnar á sér svo mikinn kraft í samfélagsmiðlum að það verður að fara varlega með þetta. En ég kann enga galdralausn á þessu og það væri þá virkilega að keyra um þverbak ef ég færi að halda því fram að menn ættu ekki að mega tjá sig kröftuglega.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað