fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Eflingar-úttektin – Segir Sólveigu og Viðar misskilja framkvæmdina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. febrúar 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt undanfarið um vinnustaðaúttekt sem Líf og sál gerði á skrifstofu Eflingar, en í niðurstöðu úttektarinnar má finna alvarlegar athugasemdir um stjórnarhætti fyrrverandi formanns, Sólveigar Önnu Jónsdóttir, og fyrrverandi framkvæmdastjóra, Viðars Þorsteinssonar.

Bæði Viðar og Sólveig hafa gagnrýnt úttektina. Þar hafi þau sérstaklega verið til umfjöllunar í viðtölum starfsmanna án þess að þeim hafi verið gefinn kostur að tjá sig og niðurstaðan hafi þar að auki ekki verið kynnt þeim sérstaklega.

Sjá einnig: Sólveig og Viðar segja úttektina byggja á lygum og að niðurstöðunni sé „lekið á réttum tíma í fjölmiðla“

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við mbl.is að það eigi sér eðlilegar skýringar. Niðurstaða úttektar Lífs og sálar sé trúnaðargagn, hafi ekki beinst sérstaklega að fyrrverandi stjórnendum og því hafi engin þörf verið á að leita viðbragða Sólveigar og Viðars.

„Þar sem þau voru ekki fókuspunktur út­tekt­ar þá sáum við enga ástæðu til að senda þeim þetta og fá þeirra viðbrögð. Þau eru ekki hluti af út­tekt­inni og spila enga rullu. Við þurf­um ekk­ert að fá þeirra viðbrögð. Þetta var bara til að vinna hérna inn­an­húss. Sam­tal við þau um niður­stöðurn­ar ger­ir ekk­ert fyr­ir okk­ar vinnu hérna inni.“

Úttektin hefur verið harðlega gagnrýnt af Sólveigu, Viðari og stuðningsfólki þeirra. Systir Sólveigar kallaði skýrsluna alvarlega aðför að mannorði Sólveigar og persónu og hafi hún verið svipt réttinum til að bregðast við ásökunum sem í skýrslunni má finna í hennar garð.

Sjá einnig: Systir Sólveigar Önnu rís upp henni til varnar – „Á henni hafa dunið sví­virði­legar ásak­anir“

Linda segir þetta byggt á misskilning. Skýrslan hafi verið kynnt Eflingu og starfsfólki og þeim heimilt að tjá sig almennt um niðurstöðurnar. En skjalið sjálft sé trúnaðarskjal og óheimilt að senda það áfram.

Úttektin hafi ekki sérstaklega beinst að Sólveigu og Viðari. Hins vegar hafi starfsfólk verið spurt opinna spurninga og niðurstöður þeirra viðtala verið mjög afgerandi í garð Sólveigar og Viðars.

Eins hefur verið gagnrýnt að niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt núna rétt fyrir formannskjörið. Linda segir að það hafi alltaf legið fyrir að niðurstöður yrðu kynntar á þessum tíma, jafnvel áður en ákveðið var að kosið yrði til stjórnar á þessum tíma.

„Í viðtöl­un­um er aldrei spurt um þau per­sónu­lega. Þau eru ekki til rann­sókn­ar. Vinnustaður­inn er bara til rann­sókn­ar og fólk er spurt mjög op­inna spurn­inga um líðan og stjórn­un, eins og er gert í öll­um vinnustaðakönn­un­um. Svo er bara niðurstaðan ofboðslega af­ger­andi í átt­ina til þeirra. Þess vegna verður það efnið sem ég þarf að vinna með sem fram­kvæmda­stjóri“

Linda segir að tilgangur úttektarinnar hafi verið að bæta vinnuumhverfið. Ekki hafi verið um pólitískan tilgang að ræða annan en þann að byggja upp gott starf. Framkvæmdin hafi verið í höndum óháðs aðila og þetta sé niðurstaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað