fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Ingó veðurguð rýfur þögnina – „Ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. febrúar 2022 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið hefur farið fyrir Ingólfi Þórarinssyni, eða Ingó veðurguð, síðan aðgerðarhópurinn Öfgar birti á fjórða tug nafnlausra frásagna kvenna sem fjölluðu um kynferðisofbeldi, áreitni og ótilhlýðilega háttsemi þjóðþekkts manns. Þó Ingó hafi ekki verið nafngreindur var ljóst af samhenginu um hvern var rætt.

Stundin birti nú um helgina úttekt á þeim karlmönnum sem hafa vikið vegna ásakana í þeirra garð og var Ingó sé einni sem þar var til umfjöllunar sem var tilbúinn að veita miðlinum viðtal. Þar neitar hann að hafa brotið gegn konum eða gengið yfir mörk.

„Ég hef sagt það frá upphafi að ég muni aldrei gangast við því að beita einhvern ofbeldi, það hef ég ekki gert.“

Með engan hrylling á samviskunni

Hann segist vel geta verið að hann hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar en það sé ekki það sama og að beita ofbeldi og mun hann aldrei samþykkja að hafa gerst sekur um slíkt.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni neins staðar. Ég er frekar venjulegur. Mér fannst margt af því sem sagt var um mig mjög gróft og ýmsu logið, veit ég fyrir víst.“

Ingó segir að honum hafi verið sagt að sumar þeirra frásagna sem áttu að hafa verið um hann hafi aðeins verið sendar til að sjá hvort þær yrðu birtar, en ekkert hafi verið gert til að kanna hvort þær væru uppspuni eða hvort sögum væri blandað saman.

Sama hvað fólki finnist um hann persónulega réttlæti það ekki að á mannorð hans sé ráðist.

„Það finnst mér aldrei réttlæta að það sé ráðist á mannorðið og það tekið alveg niður þegar ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður.“

Ekki farið í naflaskoðun

Varðandi þau kærumál sem hann hefur boðað eða höfðað segist hann ekki geta setið undir því að vera kallaður ofbeldismaður þegar hann sé það ekki. Hann búist ekki við því að málin hreinsi nafn hans.

„Ekkert endilega, ekki þegar er búið að sletta nógu miklu yfir mann. Það er frekar að láta á það reyna hvort það megi segja um mann svona ljóta hluti, sem ekki eru sannir. Hvort það breyti einhverju til lengri tíma er ég ekki viss um.“

Ingó segist ekki hafa farið í neina naflaskoðun eftir málið. Málið hafi einkum haft áhrif á atvinnutækifæri hans, en hann hafi verið afbókaður í öll tónlistartengd verkefni eftir að málið kom upp og enn í dag rúmlega hálfu ári síðar séu því næst engin verkefni á borðinu hjá honum. Hann eigi þó góða kærustu í dag og það gangi bara vel.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun