fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Krefst 10 milljóna í bætur vegna mistaka lögreglu í Rauðagerðismálinu – Púðurleifarnar voru frá lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 09:00

Frá Rauðagerði. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur borist kvörtun frá litháískum ríkisborgara sem var handtekinn í Garðabæ, morguninn eftir að Armando Beqiri var skotinn til bana í Rauðagerði í febrúar á síðasta ári. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna þess að púðurleifar fundust á handarbaki hans og úlnlið. Talið er að þessar púðurleifar hafi borist á hann þegar sérsveitarmenn handtóku hann.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að lögmaður mannsins hafi sent ríkislögmanni kröfu og farið fram á 10 milljónir í bætur fyrir frelsissviptinguna en auk gæsluvarðhalds sætti maðurinn farbanni í rúmlega einn mánuð.

Í kvörtun mannsins er vísað í skýrslu lögreglunnar þar sem reynt er að skýra púðurleifarnar sem fundust. Sérsveitarmennirnir sem handtóku hann voru í hönskum sem þeir noti jafnvel á skotæfingum og auk þess hafi þeir báðir verið í snertingu við skotvopn í sömu hönskunum og þeir notuðu þegar þeir handtóku manninn og snertu hann þá, meðal annars á höndum og úlnlið. Þeir eru einnig sagðir hafa „spanað og sett í slíður“ skotvopn fyrir handtökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun