fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Fréttir

Vikunni hótað lögsókn vegna viðtals við Hödd um heimilisofbeldi – „Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 20:58

Hödd Vilhjálmsdóttir. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns í nýjasta tölublaði Vikunnar. Blaðið kemur formlega út á morgun en samkvæmt heimildum DV barst ritstjórn Vikunnar í dag bréf frá lögmanni mannsins, Gunnari Inga Jóhannssyni hjá MAGNA lögmönnum, þar sem hótað var lögsókn ef viðtalið yrði birt.

Maðurinn er ekki nefndur á nafn í viðtalinu en hér er stutt brot úr því:

Hödd segir að tímasetningin hafi aldrei skipt manninn máli, hún hafi mátt eiga von á skapofsakasti hvar og hvenær sem er. „Það skipti ekki máli á hvaða tímapunkti þetta var; við vorum nýbyrjuð saman, þegar pabbi minn lést, þegar ég var ólétt eða í sængurlegunni og þá til að mynda með nokkurra daga gamla dóttur mína, missti starfið mitt, var í prófum, átti afmæli, kláraði próf, ritgerðir, útskrifaðist, eða kláraði einhverja àfanga. Þegar ég var niðri og þurfti á honum að halda var ég of mikið vesen fyrir hann og hann lét mig sko finna fyrir því með því að níðast á mér. Þegar ég átti að upplifa gleðilega áfanga fannst honum ég vera að taka athyglina frá honum og hann eyðilagði allar slíkar stundir. Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó, hann ætlaði að skilja við mig kvöldið sem èg missti vinnuna, hann skildi mig eftir í sundi, þá var ég komin átta mánuði á leið með yngri dóttur mína, því ég var sár yfir því að hann hafði ekki komið heim af djamminu fyrr en undir morgun og ég vogaði mér að minnast á það. Hann trylltist og talaði svo ekki við mig í marga daga á eftir. Hann niðurlægði mig fyrir framan vinkonur mínar og vini, samstarfsfólk sitt og í rauninni bara alla. Svo laug hann því út um allan bæ að ég væri skapofsakona sem talaði ógeðslega til hans.

Í viðtalinu segir Hödd einnig frá rótleysi í æsku, átakanlegri sjálfsvinnu og því hvernig hún misnotaði áfengi til að deyfa sig. Hún segist ekki líta á sig sem neitt fórnarlamb en hún hafi viljað stíga fram fyrir sjálfa sig og dætur sínar.

Hödd segir að líkamlega ofbeldið hafi auðvitað setið í henni en andlega ofbeldið skilji að sumu leyti eftir mun erfiðari sár.  „Andlegt ofbeldi er hryllilegt, það brýtur mann svo mikið niður,“ segir Hödd með áherslu. „Þegar það er búið að sá öllum þessum efasemdarfræjum í hausinn á manni, segja manni ótal oft að maður sé ómögulegur, ógeðslegur, einskis virði, að öllum sé í nöp við mann og svo framvegis, þá kemur að því að maður fer að trúa því. Ég veit ekki hversu oft ég fékk að heyra að ég væri erfiðasta og ömurlegasta kona sem hann hefði nokkurn tíma þurft að eiga við.“

Áskrifendur Vikunnar geta nálgast blaðið rafrænt hér á vef Birtíngs, útgáfufélags Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“
Fréttir
Í gær

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Í gær

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“
Fréttir
Í gær

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna