fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Atli Þór í Hlaðvarpi DV: „Hnignun fjölmiðla á Íslandi er slík að þetta minnir á stríðsástand“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 30. janúar 2022 11:00

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, er gestur í nýjasta þætti hlaðvarps DV.

Atli Þór Fanndal
play-sharp-fill

Atli Þór Fanndal

Í vikunni birtu alþjóðasamtökin Transparency International spillingarvísitölu sína. Ísland er nú með 74 stig, missti eitt stig frá fyrra ári, og „trendið“ er áfram að Ísland fer niður á við.

Við ræðum meðal annars um spillingarvísitöluna, stöðu íslenskra fjölmiðla og hugmyndir um styrki þeim til handa og ólögleg afskipti dómsmálarðaherra Jóns Gunnarssonar af Útlendingstofnun. Þátturinn er um klukkustundar langur og er tengill á hann hér neðst.

Stórkostleg fækkun íslenskra blaðamanna

Spillingarvísitalan (e. corruption perception index) mælir ásýnd spillingar og er gefin út árlega en Samherjamálið hefur haft mikil áhrif á vísitöluna hér á landi. Á tímabili var Ísland á toppi listans en leiðin var brött niður á við eftir Hrunið. Atli Þór segir frá því að þrátt fyrir að talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi hafi átt sér stað á síðasta ári náði það ekki inn í vísitöluna en hefur eflaust áhrif á næsta ári.

Staða íslenskra fjölmiðla fer síversnandi, laun eru lág, erfitt að fá nýtt fólk til starfa og enn eitt dæmið er að ekki var tekið inn í meistaranám í Blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands síðasta haust þar sem afar fáar umsóknir bárust, og á nú að endurskoða námið.

„Staðan er sú að hnignum fjölmiðla á Íslandi er slík að þetta minnir á stríðsástand, minnir á afleiðingar átaka,“ segir Atli. Þá vísar hann í umsögn Blaðamannafélags Ísland um nýjasta fjárlagafrumvarpið. Þar kom fram að störfum í fjölmiðlum hefur fækkað frá 2.238 í ársloka 2013 í 876 í árslok 2020. Hröðust hefur þróunin verið að undanförnu en frá 2018 og til ársloka 2020 fækkaði starfandi fólki í fjölmiðlum um 45% eða 731 starfsmann.

Íslenskir fjölmiðlar reknir eins og pylsusjoppur

Hann segir íslenska ríkið ekki hafa gætt hagsmuna Íslands þegar kemur að tæknirisum á borð við Facebook og Google, og mögulegar endurgreiðslur, ólíkt öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þá sé búið að tefja í mörg ár að koma hér upp fyrirsjáanlegu styrkjakerfi til fjölmiðla. Nú þegar veittir voru styrkir vegna kórónufaraldursins komu upp áhyggjur vegna meintra kælingaráhrifa og því að fjölmiðlar yrði háðir hinu opinbera. Atli Þór gefur lítið fyrir þetta: „Peningar gefa þér völd. Þú ert aldrei frjáls ef þú átt enga peninga.“ Þá gagnrýnir hann að nú eigi að meta árlega hvort og þá hversu miklu eigi að veita til fjölmiðla, og að án nokkurra skýringa hafi styrkirnir verið skornir niður um 20% í ár.

„Stjórnvöld á Íslandi taka það ekki alvarlega að það sé þannig ástand og þannig hnignun að líkja megi þessi við átakasvæði. Þar til einhver er tilbúinn að gera það gerist ekki neitt,“ segir hann. Meðal hugmynda sem Atli kemur fram með eru sérstakir styrkir fyrir rannsóknablaðamennsku, endurgreiðsla á virðisaukaskatti og nýsköpunarsjóður fyrir fjölmiðla. Þá gagnrýnir hann hvernig íslenskir fjölmiðlar eru reknir: „Fjölmiðlar á Íslandi eru reknir eins og pylsusjoppur en erlendis eins og þekkingarfyrirtæki.“

Lögbrot utanríkisráðherra

Við ræddum einnig starfshætti Útlendingastofnunar en hún hefur mánuðum saman neitað Alþingi afhendingu umsókna til þingsins um veitingu ríkisborgarréttar með lögum. Innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, ritaði grein nýverið þar sem hann staðfesti að Útlendingastofnun neiti Alþingi um þessar upplýsingar með vilja ráðherra.

Atli Þór skrifaði grein um þetta mál á Vísir.is sem ber heitir Jón Gunnarsson og landsdómur.

„Þetta er gríðarlega alvarlegt mál því það eru ekki þannig að framkvæmdavaldið ákveði hvað og hvernig og hvenær þingið vinnur sín störf,“ segir Atli Þór og bendir á að Alþingi sé að vinna samkvæmt lögum. Það sé heimilt að sækja sérstaklega um ríkisborgararétt til þingsins og að löggjafinn hafi áttað sig á því að ramminn til að fá ríkisborgararétt hér á landi sé svo strangur og þröngur að það sé þörf á að hægt sé að meta einstaka umsóknir sérstaklega.  Hann segir að Alþingi sé nú í slag til að fá frá Útlendingastofnun upplýsingar sem þingi á rétt á. „Þetta er ekki greiði af hálfu Útlendingastofnunar,“ segir hann og vísar því á bug sem helberu bulli að það sé hér einhver VIP-röð eins og andstæðingar þessarar lagaheimildar hafa verið að tala um.

Atli segir að þrátt fyrir þetta lögbrot ætti Jón Gunnarsson ekki að þurfa að óttast að hann verði sóttur til saka fyrir landsdómi því slíkt hafi eitt sinn verið reynt og það hafi ekki haft góð áhrif á stemninguna í mötuneyti Alþingis.

Hér má hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni:

Atli Þór Fanndal
play-sharp-fill

Atli Þór Fanndal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun
Hide picture