fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Ingileif útskýrir hvers vegna foreldrar eiga að láta bólusetja börnin sín

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 12:09

Myndin er samsett. Mynd af Ingileif: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég treysti því að for­eldrar vilji börnum sínum allt hið besta: Að þau fái sams­konar vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 og þeir hafa sjálfir þegið með bólu­setn­ing­u. ­Börnin eiga rétt á að njóta besta heilsu­fars og heil­brigð­is­þjón­ustu í formi bólu­setn­ingar sem yfir 90% þjóð­ar­inn­ar, 12 ára og eldri, hefur fengið nú þeg­ar.“

Svona hefst pistill Ingileif Jónsdóttir, pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu, skrifar en pistillinn birtist á Kjarnanum í dag. Í honum útskýrir Ingileif skýrt og greinilega hvers vegna foreldrar eiga að láta bólusetja börn sín.

„Alvar­leg veik­indi af völdum Delta afbrigð­is­ins eru meiri hjá ung­lingum og börnum en af fyrri afbrigðum SARSCoV-2 veirunn­ar. Þrátt fyrir að Ómíkron afbrigðið sé miklu meira smit­andi en Delta eru Delta smit enn yfir 100 á dag á Íslandi, og börn eru aðal­lega að sýkj­ast af Delta, meðan ungir full­orðnir eru í meiri­hluta þeirra sem sýkj­ast af Ómíkron,“ segir hún.

Ingileif segir að mikilvægt sé að bólusetja börn þar sem þau geti veikst alvarlega af Covid-19. „Bólu­setn­ing verndar vel gegn bæði smiti og alvar­legum sjúk­dómi af völdum Delta og ann­ara afbrigða eins og Alfa, Beta og Gamma. Þótt vernd gegn Ómíkron sé minni en gegn Delta þá vekja þrír skammtar af Pfizer bólu­efn­inu sam­bæri­legt magn hlut­leysandi mótefna gegn Ómíkron og 2 skammtar veita gegn Delta, og veita þannig ein­hverja vernd. Það er heldur ekki tryggt að Ómíkron sé síð­asta afbrigði SARSCoV-2, og ný afbrigði gætu þró­ast á grunni Alfa, Beta, Delta eða ann­ara afbrigða og þá er gott að hafa byggt upp vernd og ónæm­is­minni sem Pfizer bólu­efnið vekur gegn þeim,“ segir hún.

Aukaverkanir af bóluefninu miklu sjaldgæfari en aukaverkanir í kjölfar sýkingar

Í pistlinum fer Ingileif yfir gríðarlegt magn rannsókna sem sýna fram á virkni bólusetningar í baráttunni gegn Covid-19. Hún vísar meðal annars í niðurstöðu rannsóknar frá Ísrael þar sem gerður er samanburður á aukaverkunum eftir bólusetningu og svo staðfestum Covid-19 sýkingum.

„Algeng­ustu auka­verk­anir eftir COVID-19 sjúk­dóm voru hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, nýrnaskaði, sega­myndun í lung­um, blóð­tappar og hjarta­á­föll, síðan koma hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­hús­bólga. Allar þessar auka­verk­anir voru miklu algeng­ari eftir COVID-19 sjúk­dóm en eftir bólu­setn­ingu (11 til 168 sinnum algeng­ari). Sú rann­sókn sýndi 18.28 falt aukna áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu meðal 233.392 ein­stak­linga sem fengu COVID-19 í 1- 42 daga frá grein­ingu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Hins vegar var aukn­ing á áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu 3,24 föld á 1. til 42. degi frá fyrra skammti af tveimur meðal 884.828 bólu­settra með Pfizer bólu­efn­inu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Þannig eru alvar­legar aukaverk­anir af Pfizer bólu­efn­inu miklu sjald­gæfari en sömu auka­verk­anir í kjöl­far COVID-19 sýk­ing­ar.“

Ingileif vísar í aðra rannsókn sem gerð var í Bretlandi sem sýnir einnig hve áhrifarík bólusetning er.. „Í rann­sókn á sjúkra­húsinn­lögn eða dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu, goll­urs­hús­bólgu eða hjart­slátt­ar­trufl­ana meðal rúm­lega 38 millj­óna bólu­settra ein­stak­linga og rúm­lega 3 millj­óna SARSCoV-2 sýktra í Bret­landi, sem birt­ist í Nature Medicine um miðjan des­em­ber síðastliðinn kom fram 1,31-­föld aukin áhætta á hjarta­vöðvabólgu innan 1 til 28 daga frá bólu­setn­ingu með Pfizer bólu­efn­inu (fjöldi = 16.993.389), 1,30-­föld aukin áhætta eftir annan skammt (ekki mark­tæk), meðan 9,76-falt aukin áhætta var eft­ir PCR stað­festa SARSCoV-2 sýk­ingu (fjöldi = 3.028.867).

Hún segir hlutfallslega áhættu á sjúkrahúsinnlögn hafa verið meiri eftir Covid-19 sýkingu en eftir bólusetningu bæði hjá þeim sem eru yngri en 40 ára og hjá þeim sem eru 40 ár eða eldri.

„Hjá karl­mönnum yngri en 40 ára var aukin áhætta 1.83-­föld eftir Pfizer bólu­setn­ingu, en 4.06-­föld eftir PCR stað­festa SARSCoV-2 sýk­ingu. Sama rann­sóknateymi birti bráða­birgða­nið­ur­stöður (óritrýnd­ar) 26. des. sl. sem sýndu að aukin áhætta á sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu meðal 42 milljón ein­stak­linga í Bret­landi var meiri eftir COVID-19 sýk­ingu en eftir bólu­setn­ingu. Áhættan á hjarta­vöðva­bólgu jókst við end­ur­teknar bólu­setn­ingar með mRNA bólu­efnum en er mjög lág í heild­ina, og jókst aðeins um 2 til­felli á hverja milljón ein­stak­linga sem fengu örv­un­ar­skammt af Pfizer bólu­efn­inu.“

„Því er oft rang­lega haldið fram að börn veik­ist ekki af COVID-19“

Ingileif fer þá yfir í að ræða áhrif Covid-19 á börn. „Því er oft rang­lega haldið fram að börn veik­ist ekki af COVID-19. Vissu­lega smit­ast þau sjaldnar og veikj­ast sjaldnar en full­orðn­ir, einkum aldr­að­ir. Þegar Delta afbrigðið sem er meira smit­andi en fyrri afbrigði, breidd­ist út í heim­inum kom í ljós að SARSCoV-2 veiran getur líka valdið alvar­legum veik­indum hjá börn­um, þótt flest veik­ist ekki alvar­lega, sem betur fer,“ segir hún.

„Sjúkra­húsinn­lagnir þessa ald­urs­hóps vegna COVID-19 fóru hratt vax­andi með til­komu Delta.“

Hún segir að samkvæmt upplýsingum frá Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu (ECDC) var mikil aukn­ing sjúkra­húsinn­lagna COVID-19 sjúk­linga á öllum aldri í Evr­ópu á haust­mán­uð­u­m. „COVID-19 hjá börnum er sem betur fer oft­ast ein­kenna­lít­ill og afleið­ingar ekki alvar­leg­ar. Alvar­leg ein­kenni COVID-19 eru sjald­gæf hjá 5-11 ára börn­um; af 65.800 börnum 5-11 ára, með COVID-19 veik­indi með ein­kennum í 10 Evr­ópu­löndum voru 0,61% lögð inn á sjúkra­hús á Delta tíma­bil­inu, og 0,06% þurftu á gjör­gæslu/önd­un­ar­vél að halda. Áhættan á sjúkra­húsinn­lögn 5-11 ára barna er 12-­föld og áhætta á gjör­gæslu­inn­lögn 19-­föld ef þau hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma,“ segir hún.

„Mik­il­vægt er að benda á að mik­ill meiri­hluti (78%) barna í þessum ald­urs­hópi sem þurfti að leggja inn á sjúkra­hús höfðu enga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. “

COVID-19 er nú átt­unda algeng­asta dán­ar­or­sök 5-11 ára barna í Banda­ríkj­un­um“

Máli sínu til stuðnings vísar Ingileif í nýlega rannsókn sem gerð var á veikindum 915 barna undir 18 ára sem lágu á sjúkrahúsi vegna Covid-19 á sex barnaspítölum í Bandaríkjunum sumarið 2021. Hún segir 77,9% þessara barna hafa verið lögð inn vegna bráðra COVID-19 veik­inda en 19,3% barnanna greindust með Covid-19 eftir inn­lögn.

„Af þeim 713 börnum sem voru lögð inn vegna COVID-19, voru 24,7% undir 1 árs aldri, 17,1% voru 1-4 ára, 20,1% voru 5–11 ára, og 38.1% voru 12–17 ára. 67.5% höfðu und­ir­liggj­andi áhættu­þætti, þar sem offita var algeng­ust (32,4%), en aðrar veiru­sýk­ingar (coinfections) var mjög algengar líka, mest hjá börnum undir 5 ára (33,9%). Meira en helm­ingur þeirra barna sem voru lögð inn vegna COVID-19 þurfti súr­efni, tæp­lega þriðj­ungur þurfti inn­lögn á gjör­gæslu og 1,5% lét­ust. Það sorg­lega er að af þeim 272 börnum 12-17 ára sem áttu rétt á bólu­setn­ingu var aðeins 1 barn full­bólu­sett (0,4%). Tutt­ugu börn (2,7%) höfðu fjöl­kerfa bólgu­sjúk­dóm, MIS-C (multisystem inflammatory syndrome), sem er sjald­gæfur en mjög alvar­legur COVID-19 tengdur bólgu­sjúk­dómur í ýmsum líf­fær­um. Höf­undar leggja áherslu á að rann­sóknin sýni mik­il­vægi þess að vernda 5-11 ára börn með bólu­setn­ingum og öðrum aðgerðum gegn COVID-19.“

Þá vísar hún í aðra nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á 5.217 börnum undir 18 ára aldri sem fengu Covid-19 tengda fjölkerfa bólgusjúkdóminn MIS-C í Bandaríkjunum en rannsóknin sýndi að 44% barnanna voru á aldrinum 5-11 ára. „Börn geta líka fengið lang­vinnar afleið­ingar COVID (longCOVID) jafn­vel eftir væga og ein­kenna­lausa COVID-19 sýk­ing­u,“ segir hún.

„Meðal afleið­inga COVID-19 sýk­ingar eru hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­húss­bólga, sem er sjald­gæfari hjá 5-11 ára börnum en ung­lingum og ungum full­orðn­um. Nið­ur­stöður rann­sóknar smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sýna 36,8-falt aukna áhættu á hjarta­vöðva­bólgu hjá börnum undir 16 ára sem sýkj­ast af COVID-19. COVID-19 er nú átt­unda algeng­asta dán­ar­or­sök 5-11 ára barna í Banda­ríkj­un­um.“

Segir börn eiga rétt á bólusetningunni

Í pistlinum, sem lesa má í heild sinni hérna, fer Ingileif yfir ennþá meiri tölfræði sem rökstyður hvers vegna mikilvægt er fyrir foreldra að bólusetja börn sín. „Fyrir les­endur sem ekki eru vanir að lesa töl­fræði af þessu tagi segja töl­urnar hér að ofan kannski ekki mik­ið,“ segir hún undir lokin á pistlinum.

„En fyrir alla sem leggja á sig að lesa og rýna í þær má vera ljóst að nýjar ábyggi­legar rann­sóknir sýna, svart á hvítu, að við eigum að tryggja 5-11 ára börnum sömu heil­brigð­is­þjón­ustu og þeim sem eldri eru, og sömu vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 með bólu­setn­ingu. Þau eiga rétt á því eins og aðrir lands­menn, þannig sýnum við þeim umhyggju og færum þeim bestu vernd sem völ er á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar segir ofát hér á landi miklu stærra vandamál en áfengisdrykkja

Brynjar segir ofát hér á landi miklu stærra vandamál en áfengisdrykkja
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn Ingi: „Skítabombur eiga það til að springa beint framan í þá sem setja þær fram“

Björn Ingi: „Skítabombur eiga það til að springa beint framan í þá sem setja þær fram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“
Fréttir
Í gær

Stúlka sem var 11 ára þegar hún hvatti Katrínu til að fara í forsetaframboð getur núna kosið hana.

Stúlka sem var 11 ára þegar hún hvatti Katrínu til að fara í forsetaframboð getur núna kosið hana.
Fréttir
Í gær

Auður segir elítuna hampa Katrínu – „Getur verið að frambjóðandinn sameini þá voldugu frekar en þjóðina?“

Auður segir elítuna hampa Katrínu – „Getur verið að frambjóðandinn sameini þá voldugu frekar en þjóðina?“