fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Harmageddon snýr aftur í janúar í hlaðvarpsformi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 14:30

Harmageddon-bræður fyrir framan höfuðstöðvar Sýn. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Harmageddon í umsjón þeirra Frosta Logasonar og Mána Péturssonar snýr aftur núna í janúar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á Facebook síðu Harmageddon þáttarins:

Jæja elsku vinir, þá er það frágengið.
Við snúum aftur í janúar. Nú í hlaðvarpi.
Þið getið bókað ykkur í áskrift hér.
Þátturinn verður í boði fyrir áskrifendur, og kostar áskriftin 1.190 kr. mánuðurinn. Hægt er að næla sér í áskrift á heimasíðu þáttarins inni á tal.is. Þar inni kemur jafnframt fram að þátturinn verður í ögn breyttri mynd en áður. Í lýsingunni segir:

Hin kærleiksríki og óumdeildi útvarpsþáttur með Frosta og Mána snýr aftur sem Hlaðvarpsþáttur í áskriftaformi. Harmageddon þættir ásamt auka seríum eins og Enn einn fótboltaþátturinn þar sem Máni ræðir um fótbolta, Spjallað við góða fólkið þar sem farið er yfir hina hliðina á fólkinu sem við köllum góða fólkið og Ósýnilega Fólkið þar sem Frosti ræðir við fólk sem glímir við margþættar áskoranir eins og fíknivanda og heimilisleysi

Von er á fyrsta þættinum á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun