fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Kæra Lyfjastofnun vegna fyrirhugaðrar bólusetningar barna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. janúar 2022 11:04

Arnar Þór Jónsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin frelsi og ábyrgð hafa lagt fram kæru á hendur Lyfjastofnun fyrir þá vanrækslu að afturkalla ekki þá ákvörðun sína  að veita skilyrt markaðsleyfi fyrir Comirnaty bóluefnið fyrir 5 – 11 ára börn. Lögmaður hópsins er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins Arnar Þór Jónsson.

Í byrjun árs er fyrirhugað að bólusetja börn á þessum aldri með lyfinu og telja kærendur að fyrirhugaðri notkun lyfsins geti fylgt meiri áhætta en ábati gagnvart börnum í þeim aldurshópi sem hér um ræði. Þá halda kærendur því fram að ætluð virkni Comirnaty gegn Covid-19 sé orðin úrelt með tilkomu omicron afbrigðisins og því myndu bólusett börn aðeins sitja uppi með áhættuna af mögulegum aukaverkunum.

Kæran byggist á ákvæði í lyfjalögum þar sem Lyfjastofnun er skylt að afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið sé að samband milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt.

Það telur hópurinn að eigi við í þessu tilviki og rökstyðja má sitt með þeim rökum að framleiðandi Comirnaty bóluefnisins, Pfizer/BioNTech, hafi gefið það út að vegna tilkomu omicron sé þörf á nýrri útgáfu bóluefnisins sem verði tilbúin í mars á þessu ári.

Telur hópurinn að Lyfjastofnun hafi vanrækt skyldur sínar því að sú rannsókn sem skilyrta markaðsleyfið fyrir Comirnaty er byggt á nær ekk til omicron enda afbrigðið ekki komið fram þá. Engin rannsókn, að sögn hópsins, liggi fyrir þar sem sýnt er fram á virkni bóluefnisins gegn þessu nýja afbrigði.

Í rökstuðningi sínum benda kærendur á að nágrannalönd okkar hyggjast ekki bólusetja heilbrigði börn og vafi lægi á gagnsemi bóluefna gegn væri meiri en áhættan fyrir hraust börn enda virtist Covid-19 sjúkdómurinn hafi lítil áhrif á þau.

Hér má lesa kæru hópsins í heild sinni:

Lyfjastofnun kæra vegna markaðsleyfis loka loka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun