fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Heimsókn Vigdísar til Súðavíkur skipti miklu máli – ,,Hún spilar svaka mikla sálræna rullu fyrir allt fólkið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. janúar 2022 10:30

Frú Vigdís Finnbogadóttir Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsþáttaseríunni Fjallið það öskrar er farið yfir atburðarrásina sem átti sér stað er snjóflóð féll á byggðina í Súðavík þann 16. janúar árið 1996 með þeim afleiðingum að fjórtán einstaklingar létu lífið, fullorðnir og börn. Um þrjá þætti er að ræða eru þeir byggðir í kringum frásagnir fólks sem upplifði náttúruhamfarirnar með einum eða öðrum hætti.

Önundur Jónsson, sem starfaði sem yfirlögregluþjónn á Ísafirði í yfir tuttugu ár, þar með talið á snjóflóðaárinu mikla árið 1995, segir þar meðal annars frá upplifun sinni af atburðinum. Aron Guðmundsson, umsjónarmaður þáttanna, hafði tekið eftir því hversu fallega Önundur hafði skrifað um hlutverk þjóðhöfðingja Íslands á þessum tíma, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, í bókarkafla sem hann setti saman um snjóflóðið sem féll á byggðina í Súðavík.

Önundur Jónsson, fyrrum yfirlögregluþjónn

Vigdís gerði sér ferð vestur nokkrum dögum eftir að flóðið hafði fallið en aftakaveður hafði verið á svæðinu og allar leiðir til og frá Norðanverðum Vestfjörðum höfðu verið ófærar.

,,Ég held að það hafi verið yfirvöld sem ákveða að hún komi vestur, að kannski var það hún sjálf. Svo var beðið eftir henni því það hafði ekkert verið hægt að fljúga þessa daga,“ segir Önundur, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Ísafirði í þáttunum.

Önundur segir að lögreglan hafi fengið vitneskju um að flugvél flugmálastjórnar væri á leiðinni til Ísafjarðar. ,,Við förum niður á flugvöll og það er bara svartabylur þarna. Maður sér ekki neitt en svo bara heyrum við allt í einu í flugvélinni og allt í einu sjáum við hana bara koma inn á völl. En maður skilur ekki hvernig þeir náðu að lenda vélinni.“

Hann segir Vigdís hafa verið vel búna. Hún hafi fengið að fara fyrst niður á hótel og klæða sig upp en síðan lá leið hennar á minningarathöfn sem var haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Að sögn Önundar mátti sjá mikla breytingu á heimafólki við það eitt að vera í nálægð við Vigdísi, persónuleiki hennar og hlýja hafi hughreyst fólk.

,,Hún spilar svaka mikla sálræna rullu fyrir allt fólkið. Hún heilsar öllum og talar hughreystandi við alla. Maður sá það bara á fólkinu sem var þarna að það varð bara heilmikil breyting á andlitum fólks. Fyrst og fremst á andlitum fólks en líka á fasi þess, hvað þetta skipti miklu máli,“ sagði Önundur Jónsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Ísafirði.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsseríuna Fjallið það öskrar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun