fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Ætlaði að hita sviðakjamma í skjóli við Ingólf á Arnarhóli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn við styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Hann hafði kveikt eld í ruslatunnu og ætlaði að hita sér sviðakjamma. Ruslatunnan bráðnaði og maturinn brann við. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í Vesturbænum en hann hafði ekið á tvær bifreiðar og stungið af frá vettvangi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíknefni og/eða lyfja. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 19 datt kona af reiðhjóli í Mosfellsbæ. Hún var með mikla verki í öxl og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og hinn reyndist ekki vera með gild ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“