fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Formaður Lögmannafélagsins gagnrýnir færslu Sigurðar – „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. september 2021 12:15

Sigurður Örn Hilmarsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, var brugðið yfir Facebook-færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, um mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns, er varðar ofbeldi á skemmtistaðnum B5 árið 2017 og sáttagjörð í því máli.

Vísir.is ræddi við Sigurð Örn sem segir að viðkvæm gögn eins og þau sem Sigurður G. birti með færslu sinni eigi ekki erindi á samfélagsmiðla:

„Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum,“ segir Sigurður Örn.

Sigurður Örn bætir um betur og segir að birtingin sé einstakleg ósmekkleg:

„Ég þekki annars ekki til þessa máls og réttlætingarástæður fyrir svona birtingu eru vandfundnar en sjálfum þykir mér þetta einstaklega ósmekklegt. Á vettvangi lögmannafélagsins starfar sjálfstæð úrskurðarnefnd sem hefur það hlutverk að leysa úr svona málum og þeir sem telja á sér brotið geta leitað þangað.“

Sjá einnig: Sigurður gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín um Þórhildi og birtingu gagna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“