fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Skaftárhlaup hafið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. september 2021 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í tilkynningunni segir að í morgun hafi vatnshæð í Skaftá tekið að stíga. Er talið að vatnið komi úr Vestari Skaftárkatli sem getur þýtt að það verði ekki mjög mikið, þar sem hlaup úr Eystri Skaftárkatli eru alla jafna mun stærri.

Varað er við brennisteinsmengun vegna hlaupsins en í tilkynningunni segir:

„Brennisteinsvetnismengun getur gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli og getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Ítarlegri upplýsingar um Skaftárhlaup og framvindu þess má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga