fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Sigurgeir þekkir nýsjálensku leiðina gegn Covid-19 af eigin raun – Er þetta það sem við viljum?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjallaði fyrir skömmu um árangursríka baráttu yfirvalda á Nýja-Sjálandi gegn Covid-19 en smittölur þar eru mun lægri en í flestum öðrum ríkjum. Sigurgeir Pétursson, sjómaður og ræðismaður Íslands á Nýja-Sjálandi, hefur búið landinu í yfir 30 ár og þekkir vel til kosta og galla þeirrar leiðar sem Nýsjálendingar hafa valið að fara í baráttunni við faraldurinn.

Sigurgeir fer yfir málið í pistli á Vísir.is og greinir frá þeim miklu hremmingum sem lokun landamæranna hefur haft fyrir marga íbúa landsins og jafnframt er mjög lítill hluti þjóðarinnar bólusettur. Engan veginn sér fyrir endann á því ástandi að Nýsjálendingar séu lokaðir inni í landinu. Hver sá sem snýr aftur til landsins þarf að dveljast í 14 nætur á sóttvarnahóteli og þarf að kosta þá dvöl sjálfur. Afar erfitt er hins vegar að fá herbergi á slíkum stöðum. Gefum Sigurgeiri orðið:

„Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði. Það eru einungis 4000 herbergi sem gegna þessu hlutverki og ca. 500 þeirra eru ekki á „almenna markaðinum“ þar sem þau eru frátekin vegna sérstakra tilfella sem fá undanþágur. Það hafa helst verið „vinir“ ríkisstjórnarinnar, oft og tíðum mjög ríkir, sem fá slíkar undanþágur. Herbergin eru sett á síðu ráðuneytisins af og til og enginn veit hvenær. Herbergin hafa undanfarna mánuði selst upp á ca. ¾ úr sekúndu eftir að þau eru sett i sölu. Þar hafa svokölluð „BOTS“ tekið yfirhöndina. Fyrir þá sem ekki vita, þá er BOTS tölvuforrit sem er ætlað til ákveðins tilgangs, í þessu tilfelli að bóka sóttkvíarherbergin. Það er orðið vonlaust fyrir venjulegt fólk að bóka þessi herbergi þar sem það tekur mun lengri tíma að fara í gegnum bókunarferlið sjálft en þær millisekúndur sem forritin þurfa. Svo eru þessi herbergi seld og í dag er hægt að „kaupa“ slík herbergi á ca. 260.000 krónur, sem margir Nýsjálendingar eru því miður að gera. Þar ofan á bætist svo 290.000 króna hótelkostnaðurinn sem minnst er á hér að ofan. Það er því ekki óvarlegt að áætla að Nýsjálendingar sem vilja komast heim, þurfi í dag að borga ca. 550.000 krónur til þess eins að fá aðgang að sóttkvíarhóteli, einhvern tímann á næstu mánuðum.

Ef ég vildi t.d. bóka í dag, eru engin herbergi á lausu og allt fullbókað fram í lok nóvember. Næsta lota af herbergjum sem sett verður í sölu, en enginn veit hvenær, verður fyrir desember og janúar.“

Sigurgeir er vanalega að heiman tvo mánuði í senn vegna vinnu sinnar en síðasta fjarvera hans fór upp í sjö mánuði, einfaldlega af því hann fékk ekki herbergi á sóttvarnahóteli við heimkomuna.

Tengdamóðir Sigurgeirs bjó í Wales en hún lést vorið 2020. Hvorki Sigurgeir né eiginkona hans komust í jarðarförina né hafa þau getað heimsótt tengdaföður Sigurgeirs.

Sigurgeir lýsir margvíslegum öðrum slæmum afleiðingum af þessu ástandi en getur þess þó að efnahagurinn sé á margan hátt þokkalegur enda sé Nýja-Sjáland mikið matarframleiðsluland og ríkið hafi örvað efnahagslífið með mikilli seðlaprentun. Ferðamannaiðnaðurinn sé hins vegar í rúst og eigi sér ekki viðreisnar von.

Sigurgeir er mun sáttari við þá leið sem Íslendingar hafa farið í baráttunni við faraldurinn en Nýsjálendingar:

„Annar stórmunur á „nýsjálensku leiðinni“ og „íslensku leiðinni“ er að hér á Nýja Sjálandi hefur öll ákvarðanataka varðandi þetta ferli allt saman verið há pólitískt. Mér finnst betur staðið að málum á Íslandi með sóttvarnarteymið sem tekur pólitík að miklu leyti út úr þessu mjög svo erfiða máli.“

Sjá grein Sigurgeirs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“