fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Almannavarnir og Landspítalinn reyndu að fá Morgunblaðið til að fjarlægja frétt – „Maður veit hins vegar ekki hvernig aðrir hefðu brugðist við“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, staðfestir í samtali við DV að Almannavarnir og Landspítali hafi reynt að fá mbl.is til að fjarlægja frétt tengda Covid. Stefán vill ekki fara út í nákvæmar lýsingar á atvikinu en segir: „Þetta tengist atviki þar sem ég stóð vaktina á blaðinu og laut að því að við vorum beðin um að fjarlægja frétt sem var rétt.“

Stefán segir að ekki hafi verið orðið við beiðninni. Hann hefur áhyggjur af þrýstingi yfirvalda á fjölmiðla í faraldrinum:

„Maður veit hins vegar ekkert hvernig aðrir hefðu brugðist við. Þegar fulltrúar stjórnvalda, vísindamennirnir stíga fram og fullyrða að eitthvað sé rangt þá hrökkva flestir í kút. En þegar gengið er á menn og þeir látnir rökstyðja fullyrðingu sína, þá verður það að halda vatni.“

Stefán gagnrýnir orðræðu sóttvarnayfirvalda undanfarið, sérstaklega yfirlýsingar um að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum, í pistli á Facebook í gær. Þar segir:

„Á Landspítalanum eru 638 sjúkrarúm og þar er fólki með ólíka sjúkdóma sinnt og einnig þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegum slysum. Nú liggja 8 manns á spítalanum vegna Covid-19 en það svarar til 1,25% þeirra sjúkrarúma sem spítalinn heldur úti.

Þrátt fyrir það er eflaust mjög stutt í að landlæknir, forstjóri spítalans og helstu yfirlæknar lýsi því yfir að stofnunin sé komin að þolmörkum og geti ekki meira. Það mun kynda enn frekar undir hræðsluáróðrinum og upplýsingaóreiðunni sem boðið er upp á til þess að hafa stjórn á almenningi.

Margir beina sjónum sínum að fjölmiðlunum í þessu ástandi en þeir mega sín lítils. Þeir eru jafnvel krafðir um að fjarlægja fréttir sem ekki henta málflutningi yfirvalda. Þar er um fréttir að ræða sem eru sannar og réttar og til þess gerðar að upplýsa almenning um raunverulega stöðu mála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum