fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur segir takmarkanir geta verið í gildi næstu ár – Vill aðgerðir eins fljótt og hægt er

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 15:54

Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Órói er meðal Íslendinga eftir fréttir síðustu daga um aukningu innanlandssmita hér á landi. Nýjustu orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis eru ekki til þess fallin að minnka óróa landsmanna.

Þegar mbl.is spurði Þórólf hvort við gætum veirð á leið í ferli þar sem takmarkanir eru settar á og teknar af næstu 5, 10 eða 15 árin var Þórólfur ekki með góðar fréttir. „Það get­ur al­veg verið svo, það get­ur eng­inn sagt með vissu hvernig framtíðin verður,“ sagði Þórólfur.

„Það er það sem við höf­um alltaf verið að segja líka, að það er ekki fyr­ir­sjá­an­leiki í þessu. Það er ekk­ert nýtt og marg­ir kvarta yfir því að það sé ekki hægt að koma með fyr­ir­sjá­an­leika í aðgerðum og slíku en það er ekki hægt þegar veir­an er ófyr­ir­sjá­an­leg og það kem­ur eitt­hvað nýtt upp á sem breyt­ir því sem maður hélt fyr­ir ein­hverj­um mánuðum síðan.“

Þórólfur hefur ákveðið að gefa Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra minnisblað um hertari aðgerðir hér innanlands svo hægt sé að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann telur að grípa ætti til aðgerðar eins fljótt og mögulegt er. „Ég tel að ef menn ákveði sig um ákveðnar aðgerðir þá sé ekki eft­ir neinu að bíða. Þá held ég að menn eigi að láta það taka gildi eins fljótt og mögu­legt er.“

Á upplýsingafundinum í dag passaði Þórólfur að landsmenn verði ekki of vongóðir þegar kemur að því hvenær faraldrinum líkur því honum líkur ekki hér fyrr en honum hefur lokið um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga