fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Benedikt lætur lögmannsstofu heyra það eftir tap í héraðsdómi – Segir lögmanninn hafa smurt á tímafjöldann – „5% lögmanna eru skúrkar“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. júlí 2021 16:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Marg­ur maður­inn veigr­ar sér við að leita rétt­ar síns til lög­manns sem hann treyst­ir. Ástæðan er fyrst og fremst fjár­hags­leg. Sú skoðun er út­breidd að tíma­kaup lög­manna sé svo hátt að vinna sem ein­hverju get­ur áorkað, þótt óvíst sé um lok­aniður­stöðu, geri menn slyppa og snauða,“ svo hefst grein Benedikts Lafleur sem hann birtir í Morgunblaðinu í morgun.

Tilefni greinarinnar er dómsmál sem Benedikt tapaði nýverið í héraði. Forsaga málsins er sú að Benedikt hafði samið við lögmannsstofu um að sinna sölu á fasteign sem hann átti hér á landi. Í miðju ferlinu segist Benedikt hafa slitið samningnum við lögmann sinn. Lögmannsstofan var því ekki sammála og innheimti fullt gjald samkvæmt þeim sama samningi, reyndar eftir að hafa fyrst boðið Benedikt 50% afslátt af reikningnum. Svo fór að lokum að Héraðsdómur gerði Benedikt að greiða reikninginn að fullu, auk innheimtu- og málskostnaðs. Samtals þarf Benedikt því að greiða um 671 þúsund krónur. Hefði hann þegið 50% afsláttinn sem honum var boðinn hefði reikningurinn staðið í 148 þúsundum. Benedikt varði sig sjálfur í málinu fyrir héraðsdómi.

Sjá nánar: Benedikt Lafleur fór með lögmannsskuld fyrir dóm og tapaði – Skuldin tvöfaldaðist

Í greininni segir Benedikt það þó útbreiddan misskilning að ræða að tímakaup lögmanna sé hátt. „Helg­ast hann af tvennu: Óheiðarleika minni­hluta lög­manna sem rýr­ir traust lög­manns­stétt­ar­inn­ar og reynslu­leysi skjól­stæðinga.“

Víst er tíma­kaup lög­manns­ins per se hærra en flestra annarra launþega, en þó ekki hærra en margra sér­fræði- og lang­skóla­menntaðra ein­stak­linga, svo sem lækna, sál­fræðinga og for­rit­ara. Það sem ger­ir starf lög­manns­ins svo sér­stakt í þessu til­liti er hve erfitt það er fyr­ir bæði skjól­stæðinga hans og úr­sk­urðaraðila að festa hönd á hve marga tíma lög­mann­in­um ber að reikna út fyr­ir vinnu sína og um leið hve mikla vinnu hann hef­ur í raun og veru unnið fyr­ir skjól­stæðing sinn. Þá kann þetta að vera mis­jafnt eft­ir lög­mönn­um. Þannig kann einn lögmaður að veita frá­bæra þjón­ustu á aðeins þrem­ur klukku­stund­um, á meðan starfs­bróðir hans tek­ur sér þre­falt lengri tíma til að veita sömu eða jafn­vel verri þjón­ustu. Á meðan sá fyrri bæt­ir ímynd annarra lög­manna, svert­ir sá síðar­nefndi orðstír lög­manna­stétt­ar­inn­ar allr­ar og eyðilegg­ur viðskipta­tæki­færi ófárra lög­manna.

Rekur þá Benedikt málaferlin fyrrnefndu:

Og erum við þá kom­in að eig­in­legu til­efni þess­ara greina­skrifa. Á síðastliðnu ári leiddu ör­lög­in mig á náðir all­margra lög­manna, bæði inn­lendra sem er­lendra, í því skyni að út­kljá mál sem var mér hug­leikið. Í fyrstu var mér ráðið frá því að leita til er­lendra lög­manna vegna þess hve dýr­ir þeir væru, en þegar á hólm­inn var komið reynd­ust þeir dýr­ustu vera allt að tvisvar sinn­um ódýr­ari en þeir ís­lensku sem höfðu varað mig við. Eft­ir kynni mín við alla þessa lög­menn má draga reynslu mína sam­an í eft­ir­far­andi formúlu (ég vil samt ít­reka að hér er aðeins stuðst við afar tak­markaða og sér­tæka reynslu mína sem kann að vera í eng­um takti við reynslu annarra): Um það bil 15 pró­sent allra lög­manna eru strang­heiðarleg (ég tek það fram að ég tel mig ekki vera í þess­um fá­gæta hópi þótt ég sé ekki lögmaður), um það bil 45 pró­sent lög­manna eru heiðarleg (ég tel mig nokk­urn veg­inn til­heyra þess­um hópi þótt ég sé ekki lögmaður), um það bil 35 pró­sent lög­manna eru óheiðarleg og um það bil 5 pró­sent allra lög­manna eru afar óheiðarleg, eða það sem mætti kalla skúrka.

Benedikt tekur það þá fram að reynsla sín gefi ekki endilega skýrustu mynd af stöðu lögmanna á Íslandi. „Aðrir þættir flækja stöðu þeirra og vinnu,“ segir hann.

Á Íslandi þekkja nefni­lega all­ir alla. Þetta þýðir að hags­muna­tengsl ís­lenskra lög­manna við gagnaðila eru frem­ur regla en und­an­tekn­ing. Það fyrsta sem menn verða því að spyrja lög­mann sinn er hvort hann teng­ist á ein­hvern hátt gagnaðilan­um eða viðfangs­efn­inu sem skjól­stæðing­ur­inn vill út­kljá. Því ef hann ger­ir það brýt­ur hann ekki aðeins gegn 8. og 9. grein siðareglna lög­manna held­ur ónýt­ir málið fyr­ir skjól­stæðing sinn. Er þá bet­ur heima setið en af stað farið. Á hinu þurfa menn/​kon­ur einnig að vara sig, í viðskipt­um við lög­menn sína, en það eru svo­kallaðar fyr­ir­fram­greiðslur sem marg­ir lög­menn (æ fleiri) krefja skjól­stæðinga sína um fyr­ir áætlaða vinnu sína. Þessa áætl­un, sem er í raun ekk­ert annað en trygg­ing lög­manna fyr­ir greiðslu síðar meir, ber að var­ast enda er hér yf­ir­leitt um samn­ings­gjörn­ing að ræða sem erfitt er að rifta eða sækja bæt­ur fyr­ir á grund­velli brost­inna for­sendna.

Benedikt segist hafa brennt sig á þessu tvennu þegar hann leitaði til Einars Odds Sigurðssonar hrl og lögmannsstofu hans E.S. Legal, en það er lögmannsstofan sem fór með innheimtu á skuld Benedikts fyrir héraðsdóm og vann þar fullnaðarsigur. Benedikt er að vonum ekki ánægður með þjónustuna sem hann fékk þar og segir Einar hafa „smurt á tímafjöldann.“

Ef til vill hafði reynsla mín af bæði strang­heiðarleg­um og bara heiðarleg­um lög­mönn­um gefið mér falsk­ar von­ir um að hægt væri að treysta lög­manni fyr­ir ekki svo galna þjón­ustu og ekki svo galna upp­hæð fyr­ir þá þjón­ustu þegar upp var staðið. Annað kom þó á dag­inn. Ekki aðeins hafði Ein­ar meðvitað eða ómeðvitað ekki áttað sig á bullandi hags­muna­tengsl­um við aðalleik­anda gagnaðilans í mál­inu held­ur hafði hann með lúmsk­um hætti smurt svo á tíma­fjöld­ann sem hann full­yrti að hann ætti inni hjá mér að mér varð nóg boðið og sagði skilið við þjón­ustu hans. Þar með taldi ég að sýnt væri að ég hefði rift samn­ingn­um sem við gerðum á grund­velli brost­inna for­sendna, enda viður­kenndi Ein­ar að um hags­muna­tengsl hefði verið að ræða í tölvu­pósts­sam­skipt­um hans við mig. Hann var hins veg­ar á öðru máli og sótti fast eft­ir borg­un, sem mér reiknaðist til að væri um það bil tvisvar til þris­var sinn­um hærri en hæsta mögu­lega greiðsla sem mér bæri að greiða til hans. Til marks um þetta hafði ég samþykkt til­boð hans um sex­tíu pró­senta af­slátt af upp­haf­leg­um reikn­ingi í kjöl­far al­var­legra at­huga­semda minna sem illu heilli tókst þó ekki að semja um greiðslur á. Und­ir kröf­ur Ein­ars, nán­ast orðrétt, tók svo dóm­ari Héraðsdóms Suður­nesja, Ástríður Gríms­dótt­ir, sem ekki bar gæfu til að meta málið nægi­lega sjálf­stætt að mín­um dómi.

Ljóst er að Benedikt er ekki aðeins ósáttur við lögmanninn sinn, heldur líka dómarann í máli sínu. Benedikt skrifar að lokum:

Hér hefði mátt skyggn­ast bet­ur í þau gögn sem grein­ar­höf­und­ur lagði fram og þau viðbót­ar­gögn sem hann óskaði eft­ir að leggja fram í því skyni að sanna frek­ar mál sitt. Með þeim hætti hefði dóm­ar­inn lagt öll­um þeim strang­heiðarlegu, og jafn­vel bara heiðarlegu lög­mönn­um okk­ar fá­menna sam­fé­lags lið í þeirri viðleitni að hreinsa ímynd starfs­grein­ar sem hlut­falls­lega fáum lög­mönn­um hef­ur tek­ist að sverta með ein­um eða öðrum hætti. Ég veit að und­ir þetta sjón­ar­mið taka ekki aðeins marg­ir lög­menn, held­ur allt of marg­ir ein­stak­ling­ar sem hafa annaðhvort ekki treyst sér til að ráða sér lög­mann ell­egar farið illa út úr sam­skipt­um við þá. Að mínu viti hefði mátt líta á vörn mína í mál­inu sem kær­komið próf­mál fyr­ir lög­menn alla, á það jafnt við um Ein­ar sem og hinn virðulega dóm­ara, Ástríði Gríms­dótt­ur, til að sýna mögu­lega bestu hliðar hins heiðarlega lög­manns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“