fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fréttir

Skáldið með föst skot á femínista – „En hér er það sem forheimskun femínismans nær áður óþekkum hæðum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júní 2021 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur, er ekki par hrifinn af femínisma nútímans sem hann kallar nýfemínisma og segir frekar trúarbrögð en hugmyndafræði. Hann vekur máls á þessu í grein sem birtist hjá Stundinni þar sem hann beinir spjótunum sérstaklega að kynjuðum orðum og notkun þeirra, eða heldur meintu banni við notkun þeirra.

Trúarbrögð ekki hugmyndafræði

„Í sinni upprunalegu mynd er femínismi hugmyndafræði sem ætlað var að rétta hlut kvenna. En í dag er ekki um neina skynsemi að ræða í áróðri þeim sem femínísku fræðin halda á lofti. Í dag er femínisminn ekkert annað en trúarbrögð handahófskenndrar hugmyndafræði sem reynir að leiðrétta heiminn á forsendum innantómrar klisju.“

Hann telur mögulegt að svonefndur nýfemínismi sé fundinn upp af hinum ríku til að afvega leiða umræðuna og halda fólki uppteknu í deilum til að athyglin sé ekki á misskiptingu auðsins.

„Nöldur um keisarans skegg dregur athyglina frá öllum aðalatriðunum. Aumingjavæðing og fórnarlambamenning ráða ríkjum. Fjöldinn hefur ákveðið að tjóðra sig einsog Ingjaldsfífl við næsta staur og fer sjálfviljugur í gapastokk fáfræðinnar. Allt er þetta gert til að þjóna gildum sem eru sprottin af tærri heimsku eða hreinlega plantað í frjóan jarðveg fólskunnar.“

Svo aumkunarverð, að það nær engu tali

Kristján segir hugmyndir um að tungumálið geri ráð fyrir fleiri en tveimur kynjum fólks dæmdar til að mistakast þar sem til séu hlutverk sem eru í eðli sínu kynbundin. Tilraunir femínista til að breyta þessar kynjatvíhyggju segir Kristján vera sögufölsun.

„Femínistar reyna ekki einvörðungu að leiðrétta söguna, með því að grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl, heldur er einnig reynt að breyta orðræðunni með bannorðum. Þetta orða stríð og þessi heimskulega kvenvæðing sögunnar er svo hjákátleg að hún verður að trúarlegri minnimáttarkennd sem er svo aumkunarverð, að það nær engu tali.“

Forheimskun og bannorð

Hann telur að með því að banna ákveðin orð sé fáfræðinni leyft að ná undirtökum.

„Það má svo sem reyna að eyða orðum eins og „hjúkrunarkona“, „forstjóri“, „fóstra“, „kennslukona“ og fleiri slíkum. Það má jafnvel reyna að eyða hinu gildishlaðna orði „ljósmóðir“. Það má meira að segja banna orðið „maður“. En hér er það sem forheimskun femínismans nær áður óþekkum hæðum. Með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið. Heiminum verður ekki breytt með því að banna orð. Heimsmyndir munu verða skrumskældar ef við horfum framhjá því að grundvöllur mannkynsins er reistur samruna karls og konu. Orð koma og fara, tungumál eru í stöðugri þróun og þeirri þróun verður ekki stýrt með bannorðalistum. Hugsunin heldur sínu striki.“

Kristján segir það staðreynd að nýfemínismi sé öfgatrú sem virðist ganga út á að skapa úlfúð og raða mönnum í fylkingar, þeir sem séu með fordómum og þeir sem séu á móti þeim.

Kristján segir að sama hvað fulltrúar nýfemínismans segi um hann sjálfan þá muni hann aldrei skammast sín fyrir að vera maður og karl.

„Nýfemínisminn hefur með áróðri einhvers konar druslumenningar reynt að afbaka tungumálið og reynt að ráðast að körlum einsog þar sé einungis um hjörð illmenna að ræða. En karlar eru ekkert verri en konur“

Hann segir nó komið af tilraunum til að auka á ólund og nóg komið af aumingjavæðingu og fórnarlambamenningu.

„Bannorðalistar munu engu breyta“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er konan sem var handtekin er hún mótmælti bólusetningum – „Aðeins of ástríðufull í þetta“

Þetta er konan sem var handtekin er hún mótmælti bólusetningum – „Aðeins of ástríðufull í þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ætlaði að ganga á hrauninu en var stoppaður af fólki sem hrópaði og kallaði á eftir honum – Sjáðu myndbandið

Ætlaði að ganga á hrauninu en var stoppaður af fólki sem hrópaði og kallaði á eftir honum – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi
Fréttir
Í gær

Hildur sendi bréfapóst á netverjana sem hjóluðu í hana – „Ekki mín eigin fórnarlambsvæðing“

Hildur sendi bréfapóst á netverjana sem hjóluðu í hana – „Ekki mín eigin fórnarlambsvæðing“
Fréttir
Í gær

Vill að Þórólfur verði sóttvarnarlæknir í Svíþjóð – Hefur þrjá mánuði til að bjarga Svíunum

Vill að Þórólfur verði sóttvarnarlæknir í Svíþjóð – Hefur þrjá mánuði til að bjarga Svíunum
Fréttir
Í gær

Telja gönguhóp John Snorra hafa náð toppi K2

Telja gönguhóp John Snorra hafa náð toppi K2
Fréttir
Í gær

Fékk yfir sig holskeflu haturs frá Íslendingum í athugasemdum – „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja“

Fékk yfir sig holskeflu haturs frá Íslendingum í athugasemdum – „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja“