fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

„Þeir eru frægir. Menntaðir. Fallegir. Góðir við ömmur sínar. En þeir eru líka ofbeldismenn“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:00

Sólborg Guðbrandsdóttir - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í dag er ný #MeToo bylting hafin á Íslandi, en fjöldi fólks hefur stigið fram og deilt sögum sínum af kynferðislegu ofbeldi, sem og sýnt þolendum þess stuðning. Þessi nýja bylting hefst í kjölfar mikillar umræðu um meint ofbeldismál Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns, sem hefur verið á allra vörum síðustu daga.

Sólborg Guðbrandsdóttir, ein helsta baráttukona landsins gegn kynferðislegu ofbeldi, tjáði sig um þessa nýju bylgju í færslu sem birtist á Facebook-síðu hennar í kvöld. Hún er hefur meðal annars stýrt Instagram-aðganginum Fávitar sem barðist gegn stafrænu kynferðisofbeldi, en aðgangurinn er með meira en 30 þúsund fylgjendur. Sólborg gaf DV góðfúslegt leyfi á að birta grein hennar.

Í færslu sinni deildi hún frétt Vísis sem innihélt nýjar #MeToo reynslusögur. Hún byrjar færslu sína á að benda á að ein sagnanna sé hennar eigin.

Síðan segir Sólborg að það hafi verið erfitt að horfa upp á fólk sem henni þykir vænt um tjá sig um orðspor og tilfinningar meints geranda, þegar það veit lítið sem ekkert um málið.

„Ein þessara sagna er mín.

Mikið ofboðslega hefur það verið sorglegt að fylgjast með fólki sem manni þykir vænt um spangólandi í allar áttir seinustu daga um að passa skuli upp á tilfinningar og orðspor meints geranda, án þess að vita nokkuð um málið.“

Sólborg minnir þá á starf sitt við Fávita-síðuna, en að hennar sögn bárust henni eflaust þúsundir sagna af kynferðisofbeldi. Í ljósi þess hve margar reynslusögur hún fékk segir hún það óhjákvæmilegt að einhverjir gerendanna skuli brosa fallega og vera góðir við ömmu sína. Sólborg segir að nánast hver einasta kona sem hún þekki hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, og þá verði hún verulega reið þegar þær eru ásakaðar um athyglissýki eða sagðar geðveikar.

„Ég vann við það síðastliðin fimm ár að varpa ljósi á stöðu kynferðisbrotamála á Íslandi. Á þeim tíma fékk ég eflaust sendar til mín þúsundir sagna af kynferðisofbeldi, þar sem „meintir” gerendur voru íslenskir karlar og strákar. Og svo virðist það sem svo að fólki sé fyrirmunað að skilja það að einhver sem brosir fallega og er góður við ömmu sína geti líka verið gerandi.

Nánast hver einasta kona sem ég þekki hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi og það gjörsamlega fýkur í mig að heyra fólkið mitt ásaka þær um athyglissýki, kalla þær geðveikar og ætla þeim einhverjar annarlegar hvatir, þegar þær segja frá ofbeldinu.

Af þessum þúsundum sagna eru eflaust svipað margir gerendur. Þeir eru vinir ykkar. Þeir eru frægir. Menntaðir. Fallegir. Góðir við ömmur sínar. En þeir eru líka ofbeldismenn.“

Að lokum spyr Sólborg sig hverskonar samfélag bregðist við frásögnum kvenna af ofbeldi með því að hugsa um að vernda karlkyns gerendur. Hún svarar með því að segja að það sé samfélag gegnsýrt af gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu.

„Hvaða samfélag er það sem bregst við frásögnum kvenna af ofbeldi með þeim hætti að nauðsynlegt sé að vernda strákana okkar gegn ásökunum?

Það er samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu.“

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2522790751201088&id=100004105638022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna