fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Catalina sakar Sölva um ofbeldi gegn konum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 18:52

Catalina Ncogo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catalina Ncogo heldur því fram að hún hafi sannanir fyrir því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hafi beitt konur ofbeldi. Þetta kemur fram á mbl.is og samfélagsmiðlum Catalinu.

Catalina, sem dæmd hefur ákærð fyrir mansal og vændisrekstur og sakfelld fyrir síðarnefnda brotið, segir að sönnunargögn sín séu í formi myndbanda.

DV hefur undir höndum skjáskot af broti af samtali milli Catalinu og Sölva. Þar sakar hún Sölva um að hafa svikið sig og segir að enginn komist upp með það. Tími sé kominn til að hún borgi fyrir sig.

Sölvi Tryggvason. Aðsend mynd.

Sölvi hefur lýst því yfir síðustu daga að sögusagnir um að hann hafi beitt konu eða konur ofbeldi séu helber þvættingur. Í eftirminnilegu myndbandsviðtali við lögmann sinn í gærkvöld lýsti hann því hvaða áhrif sögusagnirnar hefðu haft á sig og sína nánustu. Brotnaði hann niður í viðtalinu. Hann segist hafa haft samband við lögreglu um miðjan mars er honum var hótað mannorðsmissi og í kjölfar þess hafi sögusagnirnar hafist.

Í viðtali við mbl.is segist Catalina vera konan sem hótaði Sölva mannorðsmissi í mars. Samkvæmt heimildum DV er hún hins vegar ekki konan sem Sölvi átti við í viðtali sínu við lögmann sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað