fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Stundin sýknuð í meiðyrðamáli manns sem sagður var hafa misnotað dætur sínar – Gagnrýnd fyrir að gera manninn auðrekjanlegan – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 09:50

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Björns Matthíassonar hagfræðings gegn Stundinni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, ritstjóra blaðsins. Tilefnið var að dætur Björns sökuðu hann um kynferðislega misnotkun í viðtali við blaðið sem birt var í nóvember árið 2018.

Björn þvertekur fyrir að hafa misnotað dætur sínar og bendir á að engin kæra hafi verið lögð fram í málinu og engin lögreglurannsókn farið fram. Þá hafi sálfræðingar sem tóku viðtöl við dæturnar ekki talið sig geta fullyrt að þær hafi orðið fyrir misnotkun. Ennfremur hafi umgengni Björns við dætur sínar farið fram undir eftirliti og honum verið óhægt um vik að misnota þær, auk þess hafi tvö önnur börn verið á heimilinu.

Viðtal kvennanna við Stundina fór fram mörgum árum eftir að hinir meintu atburðir áttu að hafa átt sér stað. Fjallaði greinin meðal annars um meint ráðaleysi kerfisins í málum barna sem beitt eru ofbeldi. Fyrirsögnin var: „Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær“

Fyrirsögnin var á meðal 16 ummæla sem Björn krafðist að dæmd yrðu dauð og ómerk. Konurnar sökuðu Björn meðal annars um að hafa hitamælt þær að óþörfu til að fá aðgang að kynfærum þeirra og endaþarmi, hann hafi notað vaselín og einnig sett fingur inn á hina leyndu staði.

Var rekinn úr gönguklúbbi eftir birtingu greinarinnar

Auk þess að krefjast ómerkingu ummælanna fór Björn fram á fimm milljónir króna í skaðabætur frá Stundinni og Ingibjörgu ritstjóra. Björn var ekki nafngreindur í fréttinni en hann segir að þar hafi birst upplýsingar, meðal annars um störf hans og aldur dætra hans, sem hefðu gert hann auðrekjanlegan þeim sem til hans þekkja. Hafi birting greinarinnar orðið til þess að hann var rekinn úr gönguklúbbi sem hann var meðlimur í og missti vini og kunningja, hafi hann enda verið sakaður um svívirðileg afbrot í greininni.

Stundin hélt því fram í málsvörn sinni að tilgangur greinarinnar hafi ekki verið að koma höggi á Björn heldur fjalla um ráðaleysi kerfisins í málum barna sem verða fyrir ofbeldi.

Stundin gagnrýnd

Fallist var á það í dómnum að Stundin hefði ríka vernd til tjáningar um mál sem snerta almannahagsmuni. Þá bæri að hafa í huga að viðtöl af því tagi sem birtust við systurnar í umfjölluninni væru eðli máls samkvæmt einhliða.

Stundin var hins vegar gagnrýnd fyrir tvennt í umfjölluninni. Annars vegar að hafa velt sér of mikið upp úr ásökunum kvennann á föðurinn svo úr urðu grófar lýsingar. Í dómnum segir:

„Hvað sem líður huglægri afstöðu stefndu Ingibjargar liggur fyrir að í viðtalinu,
eins og það var unnið og birt af henni, er ítrekað dvalið við ítarlegar og stundum orðréttar lýsingar á grófri kynferðislegri misnotkun föðurs á dætrum sínum án þess að það hafi sjáanlega aðra þýðingu en að vekja viðbjóð og óhug. Fer og ekki á milli mála að sú háttsemi sem lýst er í viðtalinu myndi, ef sönn reyndist, teljast gróft hegningarlagabrot og jafnframt að almannadómi með því svívirðilegasta sem foreldri getur gert börnum sínum. Er því um að ræða ásakanir sem geta fallið undir verknaðarlýsinguærumeiðingarákvæða XXV. kafla almennra hegningarlaga, einkum 235. gr. laganna. Er því ekki á það fallist að hin umstefndu ummæli verði að öllu leyti réttlætt með vísan til málefnalegra tengsla við fyrrgreint markmið fréttarinnar eins og það horfði við stefndu.“

Þá segir einnig að í greininni hafi komið fram upplýsingar um Björn, þ. á m. um aldur hans, menntun og störf. Því hafi verið hægt að bera kennsl á hann við lestur greinarinnar.

Stundin sýknuð

Niðurstaðan var að sýkna Stundina og Ingibjörgu af ásökunum um ærumeiðingar. Ennfremur var skaðabótakröfum Björns vísað frá.

Hins vegar var málskostnaður felldur niður sem þýðir að Stundin situr uppi með sinn kostnað af málarekstrinum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir  lýsir yfir óánægju sinni með þetta í Facebook-færslu þar sem hún jafnframt fagnar sýknudóminum.

Björn tjáir sig við DV

DV bar dóminn undir Björn Matthíasson sem hafði eftirfarandi að segja um hann:

„Það eru auðvitað vonbrigði að dómurinn skuli hafa fallið á þennan veg, en það má ýmislegt af honum læra. Í fyrsta lagi komst það aldrei upp á borðið hvort hin tilteknu ummæli væru sönn. Aðeins þau væru hluti af þjóðmálaumræðu sem Stundin stendur fyrir. Það eitt virðist hafa nægt til að Stundin hafi víðtæka frígráðu til að segja það sem henni sýndist.

Í öðru lagi er það staðfest að svo lengi sem fjölmiðill getur borið fyrir sig að hann sé að hafa ummæli sín eftir öðrum aðila, þá er hann undanþegin ábyrgðarskyldu á sannleiksgildi ummælanna, sama hve hrottafengin þau eru eins og í þessu tilfelli.

Auðséð er að hér er stuðst við nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem snúið hefur við nokkrum skyldum málum er gengið hafa gegnum íslenska dómskerfið. Ef ég ekki, að þetta hafi gengið dómaranum til í þessu tilfelli. Hvað þýðir svo þetta fyrir íslenska réttvísi? Í fyrsta lagi er valdsv ið fjölmiðla stóraukið. Þeir hafa fengið víðtækt rými til að bera hroðalegar fullyrðingar upp á einstaklinga og sleppa frítt frá.

Í öðru lagi er þeim sem verða fyrir árás fjölmiðla mjög þröngur stakkur skorinn. Þeir hafa engan veginn sama útbreiðsluvald og fjölmiðill. Þeim dugar ekki að skora á fjölmiðil að sanna mál sitt, svo lengi sem viðkomandi miðill telur umfjöllun sína eiga við almenning og segist vera í góðri trú.

Þannig búum við einstaklingarnir við ójafnan leik.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Í gær

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku