fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Sauð upp úr hjá prjónurum á Íslandi: Fékk skítkast og niðrandi athugasemdir – „Hef aldrei á ævinni lent í öðru eins ógeði og niðurlægingu“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 13:00

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr í íslenska prjónasamfélaginu í gær eftir að kona nokkur spurði hvort hægt væri að gera lopapeysuuppskrift vegan. Spurningunni var varpað í Facebook-hópnum Handóðir prjónarar í gærkvöldi en rúmlega 36 þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Hringbraut greindi frá.

Margrét nokkur vakti athygli á málinu í hópnum í gærkvöldi og bað meðlimi hópsins um að taka tillit til lífstíls annarra meðlima. „Má biðja um að það sé tekið tillit til lífstíls manns og gilda hér inni? Það bregst ekki að ef minnst er á veganisma í einhverjum pósti hérna þá hrannast inn hláturkallarnir og niðrandi komment,“ segir Margrét en færsla hennar vakti mikla athygli innan hópsins.

„Mér virðist höfundur hafa eytt innleggi sínu sem var hérna áðan út af öllu skítkastinu. Hún var bara að spyrja hvort fólk hefði hugmyndir um hvort hægt væri að veganvæða lopapeysuuppskrift. Ef ykkur finnst það asnalegt, er svo mikið mál að bara sleppa því að kommenta og skrolla framhjá?“

Hún segist eiginlega verða sorgmædd í hvert skipti sem minnst er á veganisma í þessum hóp. Hún segir að ástæðan fyrir því sé sú að það sé aldrei hægt að ræða bara spurninguna. „Umræðan snýst alltaf upp í hvað það sé arfaheimskt að vilja ekki nota ull og ef ég hætti mér til að taka þátt þá fer allur tíminn í að reyna að útskýra þá ákvörðun fyrir fólki sem samt augljóslega hefur engan áhuga á svarinu.“

Að lokum biður hún meðlimi hópsins um að hafa það í huga að orð særa. „Þið þurfið ekki að vera sammála eða styðja veganisma til að vera kurteis. Ef þið sjáið umræðu um eitthvað sem ykkur finnst asnalegt, skrollið bara framhjá og haldið áfram með daginn ykkar. Við asnarnir komumst kannski að asnalegri niðurstöðu í þessari umræðu, en hún er ólíkleg til að hafa áhrif á ykkur.“

Ekki allir á sama máli

Færsla Margrétar hefur fengið mikil viðbrögð innan hópsins og þakka margir henni fyrir að vekja athygli á þessu. „TAKK svo mikið að skrifa þetta, sá umræðuna fyr í dag og varð orðlaus. Hættum að.dæma og gagnrýna allt sem aðrir eru að gera. Ef þú hefur ekki neitt gott að segja, slepptu því þá. Ef manneskja vill vegan „lopa“ peysu, er það ekki bara í besta lagi? Sumir velja að nota ekki dýraafurðir,“ segir til að mynda í einni athugasemd við færsluna.

Ekki eru þó allir sammála eins og kemur fram í nokkrum athugasemdum við færslun. „Eftir að hafa lent í tönnunum á vegan liði sem sauðfjárbóndi með hann Lúlla lamb sem ég dekraði í drasl, drulluna og allt ógeðið sem ég fékk frá þeim þá hef ég ekki mikla samúð. Sorry bara. Hef aldrei á ævinni lent í öðru eins ógeði og niðurlægingu. Svo ég er ekkert að missa mig yfir því þó glott sé yfir vegan lopapeysu,“ segir til að mynda ein kona í athugasemdum við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stjörnu-Sævar vill ekki að við kaupum helíumblöðrur

Stjörnu-Sævar vill ekki að við kaupum helíumblöðrur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Full forsjá móður staðfest – Hafði tapað forsjá til föður sem fékk holdris nálægt dóttur þeirra

Full forsjá móður staðfest – Hafði tapað forsjá til föður sem fékk holdris nálægt dóttur þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnlaugur tapaði fyrir Borgarbyggð – Stefndi sveitarfélaginu vegna brottrekstrar úr bæjarstjórastóli

Gunnlaugur tapaði fyrir Borgarbyggð – Stefndi sveitarfélaginu vegna brottrekstrar úr bæjarstjórastóli