fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. maí 2021 09:54

Jóhann Páll Jóhannsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingframbjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi blaðamaður, birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Í færslunni fer hann yfir sannar sögur úr samtímanum hér á landi sem sýna svart á hvítu hvernig brugðist er við ofbeldi.

„Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar, þegar ríkisvaldinu er beitt til að þvinga þolanda ofbeldis til að umgangast gerandann,“ segir Jóhann og birtir svo 6 sögur frá árinu 1999 til ársins 2019. Sögurnar sem Jóhann birtir má sjá hér fyrir neðan:

▪ Árið er 1999. Sýslumaðurinn í Reykjavík ákveður að skikka tvær ungar stúlkur til umgengni við föður þeirra, mann sem hafði skömmu áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn eldri systrum þeirra.

▪ Árið er 2004. Faðir ungrar stúlku hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan vill búa hjá móður sinni og alls ekki umgangast kvalara sinn – en sýslumaður ákveður að skikka hana til að hitta hann undir eftirliti. Dómsmálaráðuneytið staðfestir úrskurðinn.

▪ Árið er 2005. Sýslumaður viðurkennir að drengur hafi beðið skaða af því að verða ítrekað vitni að ofbeldi föður síns gegn móður sinni. En á móti kemur, segir sýslumaður, að „sú togstreita og reiði sem móðir [ber] til föður [er] ekki síður skaðleg“ – svo hann ákveður að drengurinn skuli skikkaður til reglulegrar umgengni við manninn.

▪ Árið er 2008. Stúlka segir frá því að faðir hennar hafi beitt hana kynferðisofbeldi og biðlar til barnaverndarnefndar og sýslumanns að fá að vera í skjóli frá honum. Fallist er á það með vísan til framlagðra gagna og álits úr Barnahúsi – en yngri systir hennar er hins vegar send til föðurins, enda þykir ekki sýnt að hún hafi enn lent í föðurnum.

▪ Árið er 2017. Sýslumaður kveður upp úrskurð þar sem sú staðreynd að móðir hefur sakað föður um ofbeldi án þess að það leiddi til ákæru eða dóms er notuð til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið. Tveimur árum síðar staðfestir dómsmálaráðuneytið úrskurðinn. Skilaboðin skýr: ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi maka og vilt verja barnið þitt fyrir honum, ekki segja frá!

▪ Árið er 2019. Dómsmálaráðuneytið úrskurðar í umgengnismáli þar sem liggja fyrir lokaskýrslur úr Barnahúsi um að „brot og framkoma föður“ hafi haft „mikil áhrif á líðan“ barnanna og barnageðlæknir segir það að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“. Sýslumaður brýnir hins vegar fyrir móðurinni að hvetja börnin til að umgangast föðurinn og ráðuneytið kallar eftir frekari rannsókn á því hvort börnin vilji alveg örugglega ekki umgangast manninn þrátt fyrir frásagnir þeirra í Barnahúsi.

„Hafa ekki sýnt nokkurn einasta áhuga á að upplýsa um þetta“

„Þetta eru sannar sögur úr samtímanum, sóttar beint í úrskurði sýslumannsembætta og dómsmálaráðuneytisins og lögfræðiliteratúr um hvernig barnalögum er beitt,“ segir Jóhann.

Hann segir að fjölskyldusvið sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vilji ekki upplýsa hve oft á undanförnum árum úrskurðir hafa verið kveðnir upp þar sem mælt er fyrir að barn skuli umgangast foreldri þrátt fyrir að dómur hafi fallið eða gögn hafi verið lögð fram um ofbeldi viðkomandi foreldris gegn barninu sjálfu, systkini þess eða hinu foreldrinu.

„Æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hafa ekki sýnt nokkurn einasta áhuga á að upplýsa um þetta, setja af stað úttekt á lagaframkvæmdinni eða gera þessa atburði upp, hvað þá að ráðast í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi,“ segir hann og spyr svo hvort þessi málefni þurfi í alvörunni að vera flokkspólitísk. „Geta stjórnmálamenn af vinstri- og hægrivæng ekki sameinast um nauðsynlegar breytingar í þágu þolenda?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður