fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Marta spyr hvers vegna túristar megi koma hingað á meðan Íslendingar eru beðnir um að ferðast ekki út – „Bíddu, en af hverju megum við þá ekki loka“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 9. apríl 2021 16:05

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Eiríksdóttir, sem er með diplómagráðu í ferðamálafræðum, skrifaði pistil sem birtist í dag á Vísi. Í pistlinum fjallar Marta um möguleikann á því að loka landinu en hún veltir því meðal annars fyrir sér hvers vegna Íslendingar eiga ekki að vera að ferðast til útlanda á meðan túristum er hleypt til Íslands.

Marta byrjar pistilinn á því að fjalla um Ólaf Darra Ólafsson leikara en hann er staddur í Ástralíu við tökur. „Hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar,“ segir Marta í pistlinum og nefnir svo kostinn við það að vera lokaður svona lengi.

„Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri!“

Marta segir svo frá íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór til Ástralíu og þurfti að vera í tvær vikur í sóttkví á hóteli þar. „Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid,“ segir Marta.

Þá nefnir Marta enn annað dæmi um mann sem var í ferðalagi í Mongólíu og þurfti að vera í sóttkví á hóteli í þrjár vikur. Að lokum nefnir hún að í Noregi þarf fólk sem kemur til landsins að vera í 10 daga sóttkví áður en gengið er inn í landið.

„Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum?“

Marta talar þá um kenningar Gylfa Zoega sem varða hagkerfi Íslands í faraldrinum. „Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er.“

Næst bendir Marta á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi beðið landsmenn um að fara ekki í óþarfa útlandaferðir en henni finnst það vera furðulegt í ljósi þess að fólk má koma hingað til lands. „Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en af hverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum?“

Að lokum veltir Marta því fyrir sér hvort Íslendingar gætu gert þetta, það er að loka landinu til að eiga gott vor og sumar. „Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eiga þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis