fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Verjandi mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi segir að andlátið í Kópavogi sé harmleikur – „Ömurlegt í alla staði“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 18:00

Kópavogur. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnsteinn Elvarsson, verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Daníels Eiríkssonar, segir að andlátið sé harmleikur í samtali við Vísi um málið. Hann segir að skjólstæðingur sinn eigi erfitt uppdráttar og sé að koma sér niður á jörðina. Þá segir Unnsteinn að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi haldi því enn fram að um slys sé að ræða.

Greint var frá andláti Daníels um helgina og hefur þá verið sagt að Daníel hafi látið lífið í kjölfar líkamsárásar sem fram fór fyrir utan heimili hans í Kórahverfinu í Kópavogi. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys,“ segir Unnsteinn. „Ömurlegt í alla staði,“ segir hann svo um málið og tekur fram að skjólstæðingur sinn sé í miklu áfalli og miður sín vegna málsins. Auk þess segir Unnsteinn að það sé vilji mannsins að málið verði leyst.

Þrír menn frá Rúmeníu voru handteknir í tengslum við andlátið en tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Þriðji Rúmeninn, skjólstæðingur Unnsteins, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald fram á föstudag. Sá maður hefur, líkt og hinir mennirnir, áður komið við sögu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt