fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gekk berserksgang með hrákum og hraðsuðukatli á Litla-Hrauni

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 17:15

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjögur brot gegn valdstjórninni þann 12. desember 2019.

Maðurinn á að hafa kastað hraðsuðukatli að fangavörðum Litla-Hrauns með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut mar, roða og eymsli aftan í hnakka. Skömmu síðar kastaði hann stól í átt að sömu fangavörðum.

Maðurinn var gestur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sama dag og þar á hann að hafa hótað lækni sínum líkamsmeiðingum ásamt því að hrækja í andlit hans og auga.

Maðurinn hélt áfram að hrækja á meðan dvölin á heilbrigðisstofnuninni stóð yfir og hrækti hann einnig í andlit fangavarðar þar. Hann var síðar færður í fangaklefa á Selfossi og þar hrækti hann í andlit og augu tveggja fangavarða í viðbót.

Af gögnum málsins að dæma er maðurinn enn fangi á Litla-Hrauni en hann var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar í mars 2019 vegna líkamsárásar, einnig innan veggja fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala