fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Mogginn ræðst að Jóhannesi uppljóstrara – „Glatt á hjalla hjá Jóhannesi, litla Landsímamanninum og Sigga hakkara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu varð landsmönnum þekktur þegar hann steig fram í Samherjamálinu sem uppljóstrari um meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Afríku. Hann stofnaði nýlega Félag uppljóstrara sem gaf Morgunblaðinu tilefni til að skjóta á uppljóstrarann föstum skotum í Staksteinum dagsins, en Staksteinar eru ritstjórnarefni og ekki öruggt hver sér um að rita þá hverju sinni. Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Moggans.

Í Staksteinum er Jóhannes sjálfur sakaður um leyndarhyggju þar sem hann hafi vanrækt að skrá upplýsingar um raunverulega eigendur þess félags sem hann stofnaði.

Staksteinar benda á Jóhannes hafi stofnað Félag uppljóstrara.

„Jóhannes ljóstraði, sem kunnugt er, upp um starfshætti sína í Namibíu við Helga Seljan og félaga í sjónvarpsþættinum Kveik, sem hefur haft nokkur eftirmál, bæði innanhúss í Efstaleiti og víðar í samfélaginu. Meðal annars þau að Jóhannes segir að eitrað hafi verið fyrir sér og hefur gengist fyrir fjársöfnun af þeim sökum.“

Ekki virðast Morgunblaðsmenn gefa mikið fyrir þetta nýja félag því þeir ímynda sér félagatal þess með eftirfarandi hætti:

„Það er því vafalaust um nóg að ræða á fundum Félags uppljóstrara og gæti örugglega orðið glatt á hjalla hjá Jóhannesi, litla Landsímamanninum og Sigga hakkara við að samræma hagsmunagæslu sína.“

Litli Landsímamaðurinn var uppljóstrari sem árið 2002 varð þjóðþekktur eftir að hann kom upplýsingum á framfæri við fjölmiðla sem sýndu viðskipti stjórnarformanns Landsímans við fyrirtækið sem þóttu ámælisverð.

Siggi Hakkari er landsþekktur fjársvikamaður og kynferðisbrotamaður. Hann vann fyrir Wikileaks á árum áður og bauðst svo til að gerast uppljóstrari Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) gegn Wikileaks.

Mogginn vísar til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um félag uppljóstrara en bendir á að þeir hafi þó misst af aðalfréttinni í því máli

„Þetta er athyglisverð frétt, en þó bregst Viðskiptablaðinu bogalistin að þessu sinni og missir af stóru fréttinni í málinu. Því þegar farið er inn á vef fyrirtækjaskrár kemur á daginn að þar vantar upplýsingar um „raunverulega eigendur“ félagsins!

Ekki er að efa að Gagnsæi, samtök áhugafólks um glært samfélag, taki á því hneyksli pukurs og leyndarhyggju af viðeigandi hörku.“

En þarna er líklegast  vísað til Transparency International, sem eru samtök gegn spillingu og meðal annars bent á meinta spillingu hér á landi.

Inn á fyrirtækjaskrá er þó Jóhannes skráður sem raunverulegur eigandi en eignarhlutur hans þó skráður 0%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Í gær

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands