fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 15:00

Bílastæðið við Ármúla 29. Mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rétt tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Ármúla árið 2018. Mun maðurinn hafa slegið fórnarlamb sitt í andlitið með krepptum hnefa tvisvar sinnum í gegnum bílrúðu mannsins á bílaplani utan við verslunina Þ. Þorgrímsson.

Mönnunum tveim lenti fyrst saman í umferðinni er þeir óku sitthvorum bílnum niður Ártúnsbrekkuna. Brotaþoli í málinu fannst þá ökumaður sendibíls aka heldur hægt fyrir hans smekk niður brekkuna og gaf honum ljósmerki um að víkja af vinstri akrein, sem hann varð við. Er brotaþoli ók fram hjá sendibílnum gaf hann honum fingurinn sem sendibílstjórinn svaraði í sömu mynt.

Mönnunum greinir á um hvað tók svo við, brotaþoli segir ökumann sendibílsins hafa reynt að sveigja fyrir sig í umferðinni en ökumaður sendibílsins segir svo ekki hafa verið. Þó liggur það fyrir að brotaþoli elti þá ökumann sendibílsins inn Grensásveginn og inn í Ármúla þar til sendibílnum var lagt við verslunina Þ. Þorgrímsson.

Sendibílstjórinn segir manninn hafa ekið á ógnarhraða inn á bílaplanið og látið fúkyrði rigna yfir sig. Hann segist þá hafa lagt hendina á öxl hans. Upplifun brotaþola var talsvert önnur en árásarmaðurinn lýsti, en brotaþoli segir hann hafa kýlt sig í tvígang. Vitni og fyrirliggjandi áverkavottorð þóttu styðja þá útgáfu málsatvika.

Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að hann hefði keyrt rólega að manninum á bílaplaninu og skrúfað niður rúðuna, enda hafi hann ætlað að ræða við manninn um það sem gekk á í Ártúnsbrekkunni. „Brotaþoli hefði þá ekki náð að segja neitt þar sem ákærði hefði strax byrjað að öskra á hann, sagt honum að hann kynni ekki að keyra, barið tvisvar sinnum í bifreiðina og sagt honum með niðrandi hætti að fara burtu,“ segir í vitnisburði brotaþola í dómnum.

Þar segir jafnframt að hann [brotaþoli] hefði í fyrstu orðið orðlaus, en svarað honum svo. „Við það hefði geðveikisglampi komið í augu ákærða og hann teygt sig inn um gluggann og tekið brotaþola hálstaki og kýlt hann í andlitið.“

Framburði mannanna greindi jafnframt mikið á um atvikin sem fylgdu árásinni inn um bílrúðuna. Brotaþoli sagði árásarmanninn hafa stokkið upp í bíl sinn og ekið á hann á leið sinni út af bílastæðinu. Árásarmaðurinn sagðist hins vegar hafa sest í bílstjórasætið og ekið rólega fram hjá honum.

Sannað þótti fyrir dómi að árásarmaðurinn hefði vissulega kýlt fórnarlamb sitt inn um gluggann, en ekki aðeins tekið í öxl hans. Hins vegar þótti ósannað að árásarmaðurinn hefði ekið á hann enda hefðu engin vitni verið að þeim atburðum. Vitnin, sem stödd voru inni í versluninni Þ. Þorgrímsson hefðu aðeins séð bílinn aka út af planinu og manninn stökkva frá bílnum og svo falla í jörðina. „Verður ákæruvaldið að bera hallann af þessu við úrlausn málsins,“ segir í dómnum.

Hæfileg refsing var því ákveðin, sem fyrr sagði, 30 dagar í fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Þar að auki þarf árásarmaðurinn að greiða fórnarlambi sínu 200 þúsund krónur í bætur auk vaxta, helminginn af 700 þúsund króna reikning lögmanns síns og svo loks 375 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“