fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Íslendingur sakaður um morð á fjölskyldu – Vinkona myrtu stúlkunnar trúir á sakleysi hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 21:01

Nikolina og Savo Grnovic. Samsett mynd úr aðsendum myndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolina Grnovic fluttist með fjölskyldu sinni til Íslands árið 1998 þegar hún var á 17. ári. Faðir hennar er Serbi en móðirin frá Króatíu. Komu þau hingað sem flóttamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, fórnarlömb borgarastyrjaldarinnar á Balkanskaga, sem geisaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Eru þau öll með íslenskan ríkisborgararétt og einnig serbneskan.

Að sögn Nikolinu hefur fjölskyldan átt gott líf á Íslandi en síðastliðinn fimmtudag reið áfall yfir. Þá var faðir hennar, Savo Grnovic, hnepptur í varðhald á flugvellinum í Frankfurt. Er hann sakaður um að hafa tekið þátt í að myrða fjögurra manna fjölskyldu í Króatíu, hjón og tvö börn, 13 ára stúlku og 8 ára dreng.

Ódæðið var framið árið 1991, eftir að borgarastyrjöldin hófst, en Savo var þá í serbneska hernum.

Vísir.is greindi frá þessu og ræddi við Nikolinu. Savo var handtekinn í Þýskalandi á grundvelli handtökuskipunar frá Zagreb í Króatíu.

Nikolina segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum króatískra yfirvalda og hún hafi gögn sem sanni sakleysi föður hennar. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að safna þessum gögnum saman og senda til Þýskalands frá Serbíu en þar dvelst fjölskyldan tímabundið til að aðstoða ættingja. Senda þarf gögnin í bréfapósti.

Vinkona hinnar myrtu trúir á sakleysi hans

Kona að nafni Tatjana steig fram á samfélagsmiðlum á föstudag og lýsti því yfir Savo, faðir Nikolinu, væri saklaus. Tatjönu er svo sannarlega málið skylt því hún var vinkona stúlkunnar sem var myrt í voðaverkinu og hún kom að fjölskyldunni í blóði sínu. Samgangur var á milli heimilanna og Savo var einnig heimilisvinur fjölskyldu Tatjönu. Hún segir meðal annars í pistli sínum:

„Í gær var saklaus maður handtekinn vegna morða á fjögurra manna fjölskyldu fyrir 30 árum. Og hvílík tilviljun, þetta er morðið á vinkonu minni sem breytti mínu eigin lífi. Og til að gera þetta enn kaldhæðnislegra þá er maðurinn sem var handtekinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt þessa fjölskyldu í mörg ár, ég þekki börnin hans. Ég veit hvers konar maður hann er og hvað hann hefur þurft að ganga í gegnum. Ég veit að hann er saklaus.“

Tatjana var 11 ára þegar hinn hryllilegi glæpur var framinn og hún kom að fjölskyldunni látinni eftir morðin en móðir hennar sendi hana heim til þeirra til að bjóða þeim í morgunkaffi. Vinkona Tatjönu var 13 ára er hún var myrt.

Íslensk yfirvöld hjálpleg

DV ræddi við Nikolinu snemma á laugardagskvöld. Hún sagðist þá hafa verið nær samfellt í símanum síðan faðir hennar hringdi í hana frá flugvellinum í Frankfurt á fimmtudag og tjáði henni að hann væri kominn í varðhald. Ótal vinir og ættingjar hafa hringt sem hún hefur orðið að upplýsa um stöðu mála, hún hefur verið í miklu sambandi við lögfræðing fjölskyldunnar, sem er að hjálpa henni að koma saman gögnum til að senda til Þýskalands og halda henni upplýstri um gang málsins; Nikolina hefur einnig verið í sambandi við borgaraþjónustu íslensku utanríkisþjónustunnar:

„Ég hef átt í mjög góðu sambandi við íslensku utanríkisþjónustuna. Ég hef fulla trú á að þau séu að gera sitt besta og þau hafa hringt í mig til að halda mér upplýstri,“ segir Nikolina, en borgaraþjónustan er í sambandi við yfirvöld í Frankfurt og vinnur að lausn málsins.

Nikolina gerir sér vonir um að faðir hennar verði látinn laus eftir nokkra daga. Enginn grundvöllur sé fyrir því að framselja hann til Króatíu. „Ég er mjög bjartsýn á að sannleikurinn komi í ljós á næstu dögum og hann verði látinn laus.“

Hún bendir á að faðir hennar hafi ávallt verið mjög samvinnufús við yfirvöld í Belgrad í Serbíu er þau hafi kallað eftir upplýsingum hjá honum um málið. Hann vilji líka sjálfur að þessi hræðilegi glæpur verði upplýstur og þeir sem frömdu hann verði látnir svara til saka.

Þegar búið er að greiða úr þessum vanda og úr málum ættingja hennar í Serbíu sem þarfnast hjálpar ætlar hún að koma aftur til Íslands og halda áfram lífi sínu þar. „Ísland er það besta sem hefur komið fyrir okkur og Íslendingar hafa hjálpað okkur mjög mikið,“ segir hún.

Blaðamaður veitir því athygli að Nikolina talar reiprennandi íslensku þó að hún hafi verið orðin næstum því 17 ára þegar hún flutti til Íslands. „Ég er forvitin og svo geri ég mér grein fyrir því að ef maður ætlar að búa á Íslandi þá verður maður að læra íslensku. Það kemur ekkert annað til greina,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann
Fréttir
Í gær

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn
Fréttir
Í gær

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“
Fréttir
Í gær

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þrjú smit utan sóttkvíar í gær

Þrjú smit utan sóttkvíar í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir líklegt að leiðtogafundur Biden og Pútín verði í Reykjavík í sumar

Segir líklegt að leiðtogafundur Biden og Pútín verði í Reykjavík í sumar