fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Mannréttindadómstóllinn með íslenskt forsjármál til umfjöllunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka mál foreldra, sem voru sviptir forræði yfir tveimur börnum sínum, til efnismeðferðar. Faðir barnanna var handtekinn 2015 grunaður um kynferðisbrot gegn þeim. Í kjölfarið var þeim komið í vistun utan heimilisins. Þau snéru aftur heim síðar þetta sama ár og bjuggu með móður sinni eftir að faðir þeirra flutti út af heimilinu. Annað barnið var síðan tekið af heimilinu og skömmu síðar hitt. Faðirinn var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn börnunum 2017 og var málinu ekki áfrýjað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrir tveimur árum hafi héraðsdómur fallist á kröfu barnaverndarnefndar um að svipta báða foreldrana forræði yfir börnunum. Landsréttur sneri niðurstöðunni við og dæmdi foreldrunum í hag. Hæstiréttur tók málið fyrir í mars á síðasta ári og snéri dómi Landsréttar við og svipti foreldrana forræði.

Foreldrarnir kærðu málið til Mannréttindadómstólsins, hvort í sínu lagi. Þau byggja kærur sínar á 8. grein Mannréttindasáttmálans um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og segja að bæði málsmeðferðin og forsjársviptingin hafi brotið gegn ákvæðinu.

Mannréttindadómstólinn hefur beint spurningum um kæruefnið til ríkisins og hefur ríkið frest til að svara þeim. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að fleiri íslensk barnaverndarmál bíði ákvörðunar dómstólsins um hvort þau verði tekin til efnislegrar meðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund