fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Um­fangs­mik­il leit björg­un­ar­sveita í grennd við Keili – Uppfært: Fólkið er fundið

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 17:48

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mbl.is greinir frá því að umfangsmikil leit standi yfir á Reykjanesskaga þar sem karl og kona eru týnd. Búið er að ræsa þyrlu Landhelgisgæslunnar en talið er að fólkið sé í nágrenni við keili, þar sem mikil jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarna viku.

„Við óttumst að þau verði blaut og köld,“ segir Haraldur Haraldsson svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurnesjum í samtali við blaðamann mbl.is en slæmt veður er á svæðinu og viðbragðsaðilar eru að missa skyggnið.

Maðurinn og konan eru starfsmenn Veðurstofunnar og voru að starfa við rannsóknir á jarðskjálftasvæðinu.

Uppfært: mbl.is greinir frá að fólkið sé fundið heilt á húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt