fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Freyja fannst látin – Maður handtekinn vegna gruns um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrir stundu þar sem segir að lík Freyju Egilsdóttur Mogensen, íslenskrar konu sem lýst var eftir í gær, sé fundið. Hún var 43 ára. 51 árs fyrrum sambýlismaður hennar hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Freyju að bana.

Lögreglan hóf leit að Freyju í gærmorgun en síðdegis í gær og gærkvöldi fór leitin að beinast að heimili hennar í Veilgårdsparken i Malling. Þar fundust ummerki og hlutir sem benda til að Freyja hafi verið myrt. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Fyrrum sambýlismaður Freyju var handtekinn klukkan 09.51 í gær og verður færður fyrir dómara klukkan 09.30 í dag þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir honum. Það var hann sem tilkynnti um hvarf Freyju en grunur lögreglunnar beindist fljótlega að honum segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan hefur skýrt fjölskyldu Freyju frá því sem komið hefur fram.

Freyja hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu þann dag. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hafði enginn heyrt frá henni og í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.

Sjá einnig: Vinir og ættingjar Freyju í áfalli yfir hvarfi hennar.

 

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings