fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Vinir og ættingjar Freyju í áfalli yfir hvarfi hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 20:09

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Skjáskot Extra Bladet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Egilsdóttir Mogensen, sem lýst er eftir í Danmörku, hefur búið þar um árabil og stofnaði fjölskyldu þar í landi. Hún er frá Selfossi. Ættingjar hennar búa flestir á Íslandi en systir hennar býr einnig í Danmörku. Freyja er fædd árið 1977 og er því á 44. aldursári.

Eins og við greindum frá fyrr í kvöld hefur danska lögreglan lýst eftir Freyju, sem býr á Austur-Jótlandi, og hefur verið greint frá hvarfi hennar í helstu fjölmiðlum Danmerkur.

Hvorki vinir né ættingjar vilja tjá sig frekar um mál hennar að öðru leyti en því að þau séu í áfalli og séu að melta þau tíðindi að manneskja þeim náin sé horfin.

Freyja var virk á Facebook-síðu sinni framan af ári og birti opnar færslur til 14. janúar. Þar kom meðal annars fram að hún hefur fengið fyrri sprautu í bólusetningu gegn Covid-19 en hún starfar við umönnun á dvalarheimili aldraðra í Odder á Jótlandi.

Freyja hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu þann dag. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hefur enginn heyrt frá henni og í morgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Freyja sé 165 sm á hæð, grönn með ljósbrúnt axlarsítt hár. Hún notar gleraugu.

Ekstra Bladet segir að lögreglan sé nú með „umfangsmikla leit“ í gangi og séu lögreglumenn að kanna með ferðir hennar á mörgum stöðum.

Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Freyju síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt