fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 14:30

mynd/samsett Valli/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, kallaði Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“ í viðtali við NBC nýverið. Lýsti forstjórinn þar rannsóknum sem gerðar hafa verið af þarlendum heilbrigðisyfirvöldum í samvinnu við Pfizer tengdum bólusetningu með lyfinu þar í landi. Ekkert land í heiminum hefur bólusett jafn stórt hlutfall þjóðar sinnar og Ísrael. Samkvæmt tölum frá því í þessari viku hafa þeir nú bólusett rétt tæp 92% íbúa ríkisins. Næst á eftir koma Sameinuðu arabísku furstadæmin með um 60% og svo Bretar með um 30%. Bandaríkjamenn standa, samkvæmt sömu tölfræði, í um 21%.

Ísland hefur nú fullbólusett rétt rúmlega 12.500 manns, og hafið bólusetningu á 7.000 til viðbótar. Samtals eru því um 5% þjóðarinnar sem hafa verið bólusett.

Í viðtalinu lýsti Bourla því að Ísrael hefðu náð langt í bólusetningu þjóðar sinnar og notast við það aðeins bóluefni frá Pfizer. „Við getum því rannsakað bólusetningar á bæði heilsufar þjóðarinnar og efnahag,“ sagði Bourla.

Þá sagði Bourla einnig að verið væri að rannsaka áhrif bólusetningar á þungaðar konur og börn niður að sextán ára aldri. Enn fremur sagði hann að rannsókn væri nú undirbúin að áhrifum bólusetningar á börn niður í 5 ára aldur.

Hugmyndin um að framkvæma rannsókn á heilli þjóð sem er bólusett ört með bóluefni frá eina og sama framleiðandanum ætti ekki að vera Íslendingum framandi. Um þá hugmynd var auðvitað mikið rætt hér á landi fyrir örfáum vikum og flaug hver kjaftasagan á fætur annarri á milli manna.

Eftir fund Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og annarra fulltrúa íslenskra heilbrigðisyfirvalda varð þó ljóst að ekkert yrði af rannsókninni. Ástæðan sem gefin var fyrir þeim málalyktum: Ekki voru næg smit á Íslandi til þess að rannsókn af því tagi sem um ræddi yrði marktæk.

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, er sjálfur gyðingur að uppruna, en foreldrar hans bjuggu í Thessaloniki í Grikklandi og eru strangtrúaðir gyðingar. Foreldrar forstjórans voru meðal þeirra sem nasistar settu í „gettó,“ í borginni og sluppu aðeins um 2.000 gyðingar þaðan lifandi. Foreldrar Alberts Bourla voru meðal þeirra. Amma hans og afi auk föðursystur hans og barns hennar voru ekki svo heppin. Þau létust öll í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi. Eftir stríð komu faðir Alberts og frændi að tómu búi. Eignum þeirra hafði ýmist verið stolið eða þær eyðilagðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttapróf DV – Fylgdist þú nógu vel með í vikunni?

Fréttapróf DV – Fylgdist þú nógu vel með í vikunni?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Skammtarnir frá Pfizer í júlí hafa tvöfaldast – 244.000 skammtar

Skammtarnir frá Pfizer í júlí hafa tvöfaldast – 244.000 skammtar