fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Andri Snær og Guðrún Eva tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Tvö íslensk verk eru tilnefnd, Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Verkin bera almennt vitni um öflugt svið fagurbókmennta og sum þeirra eru eftir höfunda sem hafa áður hlotið tilnefningu til verðlaunanna.

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur sem sam­svar­ar tæp­um 6,2 millj­ón­um ís­lenskra króna miðað við nú­ver­andi gengi.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Íslendingar hafa unnið verðlaunin alls átta sinnum, seinast árið 2018 þegar Auður Ava Ólafsdóttir hlaut verðlaunin fyrir bókina Ör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu