fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Guðrún Helga Sigurðardóttir látin – Ferðafrömuður og í hópi bestu blaðamanna landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 21:14

Mynd af Guðrúnu: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Sigurðardóttir, rithöfundur, leiðsögumaður og landsþekktur blaðamaður um árabil, er látin, 57 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Guðrúnar var minnst í vandaðri grein á vef Mannlífs á mánudag. Hún var atkvæðamikill blaðamaður á DV, Fréttablaðinu og ýmsum öðrum fjölmiðlum. Um skeið var hún formaður Félags fjölmiðlakvenna. Árið 2003 var hún tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins, vegna skrifa sinna fyrir Frjálsa verslun. Hún sendi einnig frá sér vinsæla bók fyrir erlenda ferðamenn um hefðbundna íslenska matargerð.

Guðrún sinnti einnig leiðsögustörfum af miklum krafti og naut mikilla vinsælda og virðingar fyrir þau störf en hún var ástríðufull útivistarmanneskja.

Dánardagur Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur var laugardagurinn 20. febrúar. DV sendir ættingum og vinum hennar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum