fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 16:45

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er talinn tengjast morðinu á Armando Beqirai um síðustu helgi, í Rauða­gerðismálinu svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á morðinu.

Fram kemur í tilkynningu að maðurinn sé sá níundi sem er úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu.

Líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í dag telur lögregla albanskan karlmann bera ábyrgð á morðinu, en sá gaf sig upp til lögreglu í vikunni.

Sjá einnig: Maður sem grunaður er um morðið á Armando gaf sig fram við lögreglu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi