fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rafmynt streymir eftirlitslaust úr landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 09:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að allt að 8% af bitcoin, sem er stærsta rafmynt heims, verði til hér á landi, sé „grafin upp“. Um 60 fyrirtæki stunda námagröft hér á landi en aðeins þrjú fyrirtæki, sem bjóða upp á viðskipti með rafmynt og stafræn veski eru skráningarskyld. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur ekki upplýsingar um þá rafmynt sem er „grafin upp“ hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að bandarísk stjórnvöld hafi í auknum mæli reynt að fylgjast með notkun rafmynta en þær eru taldar vera hornsteinninn í ýmissi ólögmætri starfsemi. Þar má nefna hryðjuverkastarfsemi, fíkniefnaviðskiptum og dreifingu barnakláms.

Í skýrslu bandaríska fjármálaráðuneytisins frá 2017 kemur fram að Azym Abdullah, sem hýsti vefsíðu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið hér á landi 2014, hafi notað bitcoin í þeim viðskiptum sem hann stundaði. Það hafi níu aðrir þekktir hryðjuverkamenn einnig gert.

Leitað er að rafmynt, eða hún „grafin upp“, í gagnaverum hér á landi og krefst þetta mikillar orku. Um 5% af orku landsins fer til gagnavera og þar af fara um 90% í námagröft. Meðal kaupenda eru fyrirtæki sem fáir hér á landi þekkja til. Má þar nefna HIVE Blockchain, Genesis Mining og Bitfury en þessi fyrirtæki mala gull á starfseminni þrátt fyrir að orkuverð sé hátt.

Eftir því sem kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til Fréttablaðsins þá er rafmynt ekki viðurkenndur lögeyrir hér á landi og fellur því ekki undir ákvæði laga um greiðsluþjónustu eða útgáfu og meðferð rafeyris.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“