fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Páll telur sig hafa skírteini sem komi í stað bólusetningarvottorðs – Vísindarannsókn eða peningaplokk?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 07:09

Það er skírteini á borð við þetta sem margir Íslendignar hafa fengið sér. Mynd: Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kominn í Vaccine Control Group og má því ekki láta bólusetja mig og það má heldur ekki meina mér aðgang að stöðum sem krefjast bólusetningarskírteinis. Þetta er svo innilega gott mál þar sem ég myndi frekar drekka olíuna af bílnum mínum en að láta bólusetja mig með lyfi sem enginn veit hvaða áhrif hafa á okkar viðkvæma líkama. Já, þetta er lyf en ekki bóluefni,“ svona hefst færsla Páls Erlendssonar á Facebook í gær.

Með textanum birtir hann mynd af mynd af skírteini því sem hann telur greinilega að komi í stað bólusetningarskírteinis. Margir hafa „lækað“ við færslu hans og segjast hafa skráð sig í þennan sama hóp og birta jafnvel myndir af „skírteinunum“ sínum og deila reynslusögum.

Það vekur athygli í þessari færslu hans að hann segir að ekki megi meina honum aðgang að stöðum þar sem bólusetningarskírteinis er krafist en á hvaða grunni segir hann ekkert um. Hann segist vera kominn í alþjóðlega rannsókn óbólusettra sem eigi að veita innsýn í muninn á veikindum og heilbrigði óbólusetra og bólusettra.

Skírteinið er eitthvað sem hver sem er getur í raun og veru búið til og hefur ekkert gildi á opinberum vettvangi.

Hvað er þessi Vaccine Control Group?

Fyrr á árinu fjallaði Reuters um umrædda Vaccine Control Group sem safnar gögnum á vefsíðunni vaxcontrolgroup.com. Sú umfjöllun var tilkominn vegna þess að margir andstæðingar bólusetninga höfðu hvatt fólk til að skrá sig á síðunni, þar sem það fær umrædd „skírteini“ síðan, til að taka þátt í meintri vísindarannsókn.

En miðað við þær upplýsingar sem Reuters aflaði hjá heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi þá er ekki hægt að nota þau gögn sem safnað er á vefsíðunni til að bera saman óbólusetta og bólusetta.

Á vefsíðunni kemur fram að hún sé meðal annars vettvangur vísindarannsóknar. Þátttakendur geta skráð sig sér að kostnaðarlausu en eru hvattir til að verða „félagar“ og kaupa varning og láta fé af hendi rakna. Þeim sem það gera er lofað rafrænu „skilríki“ þar sem fram kemur að ekki megi bólusetja viðkomandi gegn SARS-CoV-2 (kórónuveirunni).

Meginmarkið Vaccine Control Group er sagt vera að hvetja fólk, sem hefur ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni, til að skrá heilsufarsupplýsingar sínar næstu 30 árin. Bakhjarlar síðunnar segja að gögnin verði „gerð aðgengileg til samanburðar“ við bólusetta.

Nafn síðunnar og lýsing á tilgangi hennar getur auðveldlega komið þeirri hugmynd inn hjá fólki að um vísindarannsókn sé að ræða en svo er ekki. Heilbrigðisyfirvöld viðurkenna ekki þá sem standa að baki síðunni sem rannsóknarhóp.

Rannsóknir og tilraunir með ný lyf fara fram undir eftirliti lyfjastofnana en ekkert slíkt eftirlit er með Vaccine Control Group.

Þegar Reuters leitaði svara hjá Control Group Cooperative Ltd., sem stendur á bak við heimasíðuna, barst svar með töluvpósti þar sem segir að ekki sé unnið að klínískri rannsókn, hér sé eingöngu um skráningu einstaklinga á ákveðnum upplýsingum að ræða. Það er því vandséð hver tilgangurinn með síðunni er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu