fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Tímavélin: Desmond Tutu lést í dag – Sjáðu einkaviðtal Tutu við Hannes frá DV frá árinu 1985

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. desember 2021 15:30

Hannes Heimisson þáverandi blaðamaður DV tók viðtal við Desmond Tutu árið 1985. Tutu lést í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Desmond Tutu, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar í Höfðaborg, er látinn. Hann var níræður að aldri. Tutu var ötull talsmaður fyrir réttindum svartra og barðist gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku á 7., 8. og 9. áratugum síðustu aldar. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þau störf sín árið 1984 og eftir að Nelson Mandela settist í forsetastól í landinu árið 1994 leiddi Mandela störf sannleiksnefndarinnar svokölluðu. Störf sannleiksnefndarinnar hefur síðan verið notuð sem viðmið og leiðarljós í uppgjöri milli þjóðarbrota og ættbálka sem háð hafa stríð og styrjaldir, svo sem í Rwanda og á Balkansskaganum.

Fjölmargir minnast Tutu í dag og eru þar á meðal fremstu fræðgar- og fyrirmenni heims. Piers Morgan dregur þannig fram ummæli Tutu: „Ef þú vilt frið þá talar þú ekki við vini þína, heldur talar við óvini þína.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sorgmætur yfir fréttum af andláti Tutu og minnist hans sem baráttumanns fyrir því góða í heiminum.

Desmond Tutu ferðaðist á sínum seinni árum víða um heim og predikaði friðarboðskap sinn. Hann náði þó aldrei til Íslands, svo vitað sé, en segja má að Ísland hafi náð til hans. Árið 1985 veitti erkibiskupinn Hannesi Heimissyni, þá blaðamanni DV, einkaviðtal sem birtist á forsíðu blaðsins 29. nóvember árið 1985.

Forsíða DV 29. nóvember 1985

Í viðtali Hannesar við Tutu erkibiskup segir hann land sitt á barmi borgarastyrjaldar. „Hinn blakki meirihluti hér í landi er orðinn langþreyttur á kúgun hins hvíta minnihluta. Það er staðreynd og árangurslaust fyrir ríkisstjórn P.W. Botha að neita því,“ hafði DV eftir Desmond Tutu í viðtalinu. Þegar viðtalið er tekið er Nelson Mandela aðeins ný laus úr fangelsi á Robben eyju þar sem hann hafði dvalið um langa hríð.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun