fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Æxli fannst í Brynjari fyrir tilviljun: „Þetta ár hefur verið mér erfiðara en önnur í lífi mínu“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 17:35

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hefur verið að glíma við heilsufarsleg vandamál á þessu ári. Bæði hafi hann fengið nýrnasteinakast og æxli í lunga, en það var fjarlægt í vikunni. Frá þessu greindi hann á Facebook-síðu sinni, í jóla- og nýárskveðju sinni. Færsla hans hófst á þessum orðum.

„Ég hef fengið leyfi frá Dómsmálaráðherra og Soffíu að senda ritskoðaða jóla- og nýárskveðju til fésbókarvina minna. Þetta ár hefur verið mér erfiðara en önnur í lífi mínu. Frá því snemma í haust hef ég verið mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið, sem ekki mátti við erfiðum sjúklingum í miðjum veirufaraldrinum.“

Brynjar byrjar á því að segja frá nýrnasteinunum, sem hrjáðu hann í miðri kosningabaráttu. Hann segir að hann hafi endurtekið verið lagður inn á bráðamóttökuna vegna þessa. Og þegar það vandamál virtist leyst kom annað.

„Þegar það var nokkurn veginn komið í lag varð mér á að fara léttslompaður á rafskútu. Afleiðingar urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein og það sem kringum þau er. Til að kóróna allt féll ég af þingi.“

Röntgen- og sneiðmyndatökur sem hann fór í vegna þessara kvilla komu þó ljósi á eitt vandamál í viðbót, eitthvað sem hefði mögulega ekki fundist annars. Það var æxli í lunga. Brynjar segir:

„Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið við röntgen-og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti huti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar. Eitthvað var óljóst hvers konar æxli þetta var og hefur verið flókið fyrir læknavísindin að finna út úr því. Voru læknar helst á því að þetta væri einhvers konar æxli sem fylgdi geðvonsku og leiðindum.“

Brynjar segir að síðastliðinn þriðjudag hafi hann farið í aðgerð, þar sem að Tómas Guðbjartsson, betur þekktur sem Lækna-Tómas, hafi fjarlægt æxlið. Í ljós hafi komið að það væri góðkynja. Í lok færslu sinnar óskar hann öllum gleðilegra jóla, sérstaklega lækna-Tómasi og starfsmönnum spítalans.

„Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra, þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri. Tóku við frekari fyrirsætustörf og rannsóknir hvers konar. Hafði lækna-Tómas að orði að ég væri undurfagur að innan. Mátti helst skilja svo að hann hafi ekki séð fallegri lungu og hjarta. Svo fór að Lækna-Tómas skar hluta af lunganu úr mér nú á þriðjudaginn og kvaddi mig svo áðan með þeim orðum að æxlið hafi verið góðkynja að öllum líkindum enda þrífist ekkert illt inni í mér.

Ég vil nýta mér þennan glugga sem ég fékk til að tjá mig á fésbókinni og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þá vil ég þakka lækna-Tómasi og starfsmönnum spítalans sérstaklega fyrir vel unnin störf og hafa þolað mig allan þennan tíma. Og takk fyrir miðann til Soffíu frænku um að ég megi ekki vinna heimilisstörf næstu vikurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað